Avqanistan

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita
د افغانستان اسلامي دولت
دولت اسلامی افغانستان
Da Afġānistān Islāmi Dawlat
Dawlat-e Eslāmi-e Afġānestān
Islamic Republic of Afghanistan
Fáni Afganistan Skjaldarmerki Afganistan
(Fáni Afganistan) (Skjaldarmerki Afganistan)
Kjörorð: ekkert
Þjóðsöngur: Milli Tharana
Kort sem sýnir staðsetningu Afganistan
Höfuðborg Kabúl
Opinbert tungumál dari og pashto
Stjórnarfar Íslamskt lýðveldi
Hamid Karzai
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
41. sæti
652.864 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2011)
 • Þéttleiki byggðar
37. sæti
29.800.000
46/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2007
19,84 millj. dala (114. sæti)
724 dalir (172. sæti)
VÞL (1993) 0,229 (ekki flokkað. sæti)
Gjaldmiðill afgani (AFN)
Tímabelti UTC+4,30
Þjóðarlén .af
Landsnúmer 93

Avqanistan er ríki í Mið-Asíu eða Suðvestur-Asíu og er stundum talið til Mið-Austurlanda þar sem það liggur á írönsku hásléttunni. Avqanistan á landamæriÍran í vestri, Pakistan í suðri og austri, Túrkmenistan, Úsbekistan og Tadsjikistan í norðri og Kína í austasta hluta landsins. Hluti hins umdeilda Kasmírhéraðs, sem Indland og Pakistan gera tilkall til, er við landamæri Afganistan.

Segja má að Afganistan sé mitt á milli Vestursins og Austursins, frá örófi alda hefur fólk ferðast í gegnum landið í ýmsum erindagjörðum, þ.m.t. verslun og þjóðflutningar. Þess vegna er Afganistan ákaflega menningarlega fjölbreytt land. Þar býr fjöldi þjóðarbrota. Vegna legu sinnar hefur landið verið talið allmikilvægt og ófáir innrásarherir hafa gert innreið sína í landið. Einnig hafa innlendir höfðingjar á köflum byggt upp mikil veldi. Árið 1747 stofnaði Ahmad Shah Durrani Durrani-keisaradæmið með höfuðborg í Kandahar. Síðar meir var Kabúl gerð að höfuðborg og stór landsvæði töpuðust til nágrannaríkja. Á 19. öld var Afganistan leppríki í pólitísku valdatafli milli Breska heimsveldisins og Rússneska keisaraveldisins. Þann 19. ágúst 1919 varð Afganistan sjálfstætt eftir þriðja stríð sitt við Breta um sjálfstæði.

Allt frá lokum áttunda áratugarins hefur verið stríð eða stríðsástand í Afganistan. Árið 1978 réðust Sovétríkin inn í landið og þá hófust átök sem áttu eftir að endast í áratug. Á tíunda áratugnum komust Talíbanar til valda, hópur mjög öfgasinnaðra múslima og þar fékk Osama bin Laden griðastað á tímabili. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að senda alþjóðlegar öryggissveitir til landsins.

Heiti Landsins

Þjóðaheitið Afganir hefur verið notað frá miðöldum yfir Pastúna og „-stan“ er persnesk ending sem merkir „staður“. Nafnið Afganistan merkir því „land Afgana (Pastúna)“. Í stjórnarskrá Afganistan er kveðið á um að orðið „Afganar“ skuli vísa til allra afganskra ríkisborgara.

Stjórnsíslueiningar

Afganistan er skipt í 34 héruð (wilayah) sem hvert hefur sinn höfuðstað og héraðsstjórn. Héruðin skiptast síðan í 398 smærri umdæmi sem ná venjulega yfir eina borg eða nokkur þorp. Hvert umdæmi hefur sinn umdæmisstjóra.

Forseti Afganistan skipar héraðsstjóra en héraðsstjórar skipa umdæmisstjóra. Héraðsstjórarnir eru fulltrúar miðstjórnarinnar í Kabúl og bera ábyrgð á stjórnsýslu innan héraða sinna. Héraðsráð eru kjörin í beinum almennum kosningum til fjögurra ára[1]. Hlutverk þeirra er að taka þátt í skipulagi og þróun og hafa eftirlit með öðrum héraðsstofnunum.

Samkvæmt 140. grein stjórnarskrárinnar og reglugerð um kosningalög á að kjósa borgarstjóra borganna í frjálsum og beinum kosningum til fjögurra ára í senn. Vegna mikils kostnaðar við framkvæmt kosninga hafa borgarstjóra- og sveitarstjórnarkosningar aldrei verið haldnar. Þess í stað hefur ríkisstjórn landsins skipað marga borgarstjóra. Í höfuðborginni, Kabúl, skipar forseti landsins borgarstjórann.

Eftirfarandi er listi yfir héruðin 34 í stafrófsröð:

  1. Badakhshan
  2. Badghis
  3. Baghlan
  4. Balkh
  5. Bamyan
  6. Daykundi
  7. Farah
  8. Faryab
  9. Ghazni
  10. Ghor
  11. Helmand
  12. Herat
  13. Jowzjan
  14. Kabul
  15. Kandahar
  16. Kapisa
  17. Khost
  1. Kunar
  2. Kunduz
  3. Laghman
  4. Logar
  5. Nangarhar
  6. Nimruz
  7. Nurestan
  8. Oruzgan
  9. Paktia
  10. Paktika
  11. Panjshir
  12. Parvan
  13. Samangan
  14. Sare Pol
  15. Takhar
  16. Wardak
  17. Zabul

Tilvísanir

  1. Explaining Elections, Independent Election Commission of Afghanistan. Iec.org.af (9. október 2004). Archived from the original on 27. ágúst 2010. Retrieved on 4. febrúar 2012.

Tenglar

Snið:Asía

Snið:Stubbur