Hrafnfjörður

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita
Getur líka átt við um Unartok í Eystribyggð á Grænlandi.

Hrafnsfjörður er einn af hinum fimm Jökulfjörðum. Sagan segir að leiði Fjalla-Eyvindar sé við Hrafnsfjarðareyri í firðinum en það hefur ekki fengist staðfest. Í botni fjarðarins er hægt að ganga upp á Skorarheiði en hún er forn þjóðleið yfir á Hornstrandir. Einnig er sérkennilegur gígtappi úr stuðlabergi, yfir 100 metra hár sem heitir Gýgjarsporshamar í fjarðarbotninum. Hann er vinsæll viðkomustaður klettaklifrara en í honum eru boltar (tryggingaraugu) fyrir klettaklifur. Skorarheiði tengir fjarðarbotninn við Furufjörð en hann er í hinni vinsælu gönguleið um Hornstrandir.