Kvalir

Úr Metapedia
(Endurbeint frá Kvalur)
Stökkva á: flakk, leita

Hvalir (fræðiheitiCetacea) eru ættbálkur spendýra sem samanstendur af stórhvelum, höfrungum og hnísum. Hvalir er sá ættbálkur spendýra sem best er aðlöguð til sjávarlífs en þeir hafa aðlagast lífinu í sjónum fullkomlega og eru að engu leyti háðir landi.

Ættbálkur hvala telur yfir áttatíu tegundir sem skiptast í tvo undirættbálka: skíðishvali og tannhvali, en til tannhvala teljast bæði höfrungar og hnísur. Talið er að skiptingin í undirættbálkana hafi orðið fyrir 34 milljónum ára síðan.