Úqanda

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Úganda er strandlaust ríki í Austur-Afríku með landamæriKenía í austri, Suður-Súdan í norðri, Lýðveldinu Kongó í vestri, Rúanda í suðvestri og Tansaníu í suðri. Suðurhluti landsins nær yfir stóran hluta Viktoríuvatns og liggur því að Stóru vötnunum. Landið er líka á vatnasviði Nílar.

Nafn Úganda er dregið af konungsríkinu Búganda sem er eitt hinna fimm fornu konungsríkja landsins (hin eru Toro, Nkore, Busoga og Bunyoro). Höfuðborgin Kampala er í suðurhluta landsins, í Búganda.

Bretar lögðu hluta landsins undir sig á síðari hluta 19. aldar og árið 1888 var Úganda lagt undir Breska Austur-Afríkufélagið. Landið fékk sjálfstæði árið 1962 og fyrsti forsætisráðherra þess var Milton Obote. Árið 1967 voru gömlu konungsríkin lögð niður og landið lýst lýðveldi. Obote gerðist þá forseti. Árið 1971 var gerð herforingjauppreisn og Idi Amin náði völdum. Hann ríkti sem einræðisherra til 1979 þegar Tansaníuher réðist inn í landið og kom Obote aftur til valda. Obote var aftur steypt af stóli í herforingjauppreisn 1985 en herforinginn Tito Okello ríkti aðeins í hálft ár þar til uppreisnarhópar undir stjórn núverandi forseta, Yoweri Museveni, steyptu honum af stóli. Stjórn hans hefur átt í átökum við Andspyrnuher Drottins sem hefur stundað skæruhernað í norðurhluta landsins frá 1987.

Stjórnsýsluskipting

Úganda skiptist í fjóra landshluta; norðurhluta, austurhluta, miðhluta (Búganda) og vesturhluta. Hver landshluti skiptist í umdæmi sem nú eru fleiri en 100 talsins. Hvert umdæmi skiptist aftur í sýslur, undirsýslur, sóknir og þorp. Hvert umdæmi heitir eftir sínum höfuðstað.

Að auki eru sögulegu konungsríkin, Toro, Busoga, Bunyoro, Búganda og Rwenzururu enn viðurkennd. Tilraunir til að endurvekja sögulega konungdæmið Ankole hafa ekki borið árangur.