Grímseij á Steinqrímsfirði

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita
Lundi í Grímsey á Steingrímsfirði

Grímsey á Steingrímsfirði er stærsta eyjan úti fyrir Ströndum. Hún er 773 hektarar að stærð. Í Grímsey var fyrrum býli og fram á 20. öld höfðu menn vetursetu á eyjunni og verbúðir. Í upphafi 20. aldar voru refir aldir í eyjunni og síðan veiddir þegar mest fékkst fyrir skinnin. Í eyjunni var reistur viti 1915 og síðan endurbyggður 1949, eftir að Þjóðverjar höfðu eyðilagt hann með loftárás í síðari heimsstyrjöld.

Í Grímsey er gríðarleg lundabyggð. Áætlað er að þar séu milli 25-30 þúsund pör af lundum. Frá Drangsnesi eru áætlunarferðir út í Grímsey yfir sumartímann. Það er rétt um 10 mínútna sigling.

Í Landnámabók er Grímsey sögð hafa fengið nafn af Grími Ingjaldssyni Hróaldssonar úr Haddingjadal, sem þar hafði vetursetu og drukknaði í róðri um veturinn.

Vélbáturinn Hrefna II frá Hólmavík fann við eyna 400 kílóa 157 cm langa sæskjaldböku 1963 og er það eina dæmið um að skjaldbaka hafi fundist náttúrlega við Ísland.

Tenglar

Náttúrufræðistofnun- Grímsey