Sléttihnubbur

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Sléttihnubbur (Liomesus ovum) er kuðungategund af kóngaætt (Buccinidae).

Hann hefur trausta skel, hvíta að lit, með mjög þunnu, gulleitu hýði. Grunnvindingurinn er stór, ferfalt lengri en hyrnan. Hvirfillinn mjög snubbóttur. Vindingarnir 4 eða 5, í minna lagi kúptir. Saumurinn nokkuð djúpur. Halinn er stuttur, og er bugur á milli hans og útrönd munnans, líkt og er á beitukóngi. Yfirborð slétt, rákalaust (á íslenzkum eintökum) eða með þéttstæðum, óglöggum þvergárum. Vaxtarbaugar smásæir. Af sléttahnubb hafa alls fundizt 18 eintök hér við land, öll í ýsumögum eða ýsugörnum, og voru ýsurnar veiddar á 20—120 metra dýpi. Fyrsta eintakið fannst 7. janúar 1964 í nánd við Garðskaga, og var það methafi þessara 18 kuðunga eða 30 mm á hæð. 9 eintök önnur voru af líkum slóðum, 2 voru frá Vestmannaeyjum, 3 frá Önundarfirði, 2 frá Patreksfirði og 1 úr ísafjarðardjúpi. Margir kuðungarnir voru með dýrinu í, er þeir fundust. Þessir drcifðu fundir benda til þess, að tegundin sé orðin alh'itbreidd við vestur- og norðvesturströnd landsins. Nokkur vafi leikur á því, hvort hin mismunandi heiti, sem tegund þessi hefur öðlast, eru alger samnefni. Á síðari hluta 19. aldar i'innst tegundin við Noreg, og er þá lýst sem nýrri tegund undir

nafninu Buccinopsis eburnea M. Sars (Sjá Mollusca Regiones Arcticae Norvegiae, bls. 265). Þar farast G. O. Sars svo orð: „Kuðungur þessi er mjög líkur Buccinopsis Dalei J. Sow., en ber þó að mínu áliti að teljast sem sérstök tegund, því að hann greinir sig frá B. Dalei í því, að hyrnan er snubbóttari og skelin gersamlega rákalaus (Lausleg þýðing)." í bók sinni British Conchology frá árinu 1867 lýsir hinn kunni skeldýrafræðingur J. G. Jeffreys kuðungnum Buccinopsis Dalei (Vol. IV. bls. 298—299), sem nú ber heitið Liomesus ovum. Segir Jeffreys tegund þessa fundna á Dogger Bank og norðan og austan Shetlandseyja, ennfremur úti fyrir Aberdeenshire os; við vesturströnd írlands, víðast hvar á 80—200 metra dýpi. í tegundarlýsingu höfundar er skelin talin vera með daufum rákum (with slight and dehcate spiral striae). En eins og fyrr var sagt, hefur tegund Sars frá Noregi enear slíkar rákir, og þanni.s; eru öll þau eintök, sem fundizt hafa við Island. En þrátt fyrir þennan mun, er vafasamt, að hér sé um aðskildar tegundir að ræða. Hinn brezki skeldýrafræðingur getur þess í nefndri bók, að skelín af eintökum af Buccinopsis Dalei, sem fundizt hafa meðal fornskelja í hinum svonefndu Crag-lögum í Bretlandi, sé oftar en hitt með mun skýrari rákum en núlifandi eintök, sem í hefur náðst við Eyjarnar. En einnig hafa fyrirhitzt nærri rákalaus eintök í hinum fornu lögum. Kuðungurinn er fátíður við Bretlandseyjar og því erfitt að ná í eintök til athugunar. Ég hef átt kost á að skoða 2 eintök frá Vestur- írlandi og bera þau saman við íslenzk eintök. Annar kuðungurinn er með alveg rákalausri skel og einnig að öllu öðru leyti eins og íslenzku eintökin. En á hinum kuðungnum eru 3 neðstu vindingarnir rákaðir, en þó ekki gleggra en það, að naumast er hægt að greina rákirnar með berum augum. Þar sem hvikulleiki að því er snertir mynsturgerð skelja meðal tegunda af kóngaætt, er ekki svo ýkja fágætur (sbr. starkóng, Sipho glaber), þá sé ég ekki ástæðu til að deila sléttahnubb í 2 tegundir. Þó gæti verið hagkvæmara að tákna rákuð eintök tegundarinnar með viðeigandi afbrigðisnafni, t. d. var. striata.