Metapedia Fundraiser 2018: The Internet is the foremost field in the metapolitical battle of our time. Help us hold down the front. |
Þíska
Þýska (deutsch; Snið:Framburður) er tungumál, sem talað er og ritað aðallega í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Þýska tilheyrir germönskum málum, eins og danska, norska, sænska, íslenska, færeyska, enska og hollenska. Germönsk mál flokkast síðan til indó-evrópskrar málaættar og eru fjarskyld málum eins og til dæmis sanskrít.
Efnisyfirlit
Einkenni
Þýska er nokkuð lík íslensku hvað varðar málfræði, m.a. varðandi beygingar á fallorðum. Nafnorðin sjálf hafa oftast sömu beygingarmynd í eintölu, ákvæðisorðin sem stýra fallinu breytast hins vegar. Undantekningar frá þessu eru eignarfallsmyndir karlkyns og hvorugkyns nafnorða, veik og óreglulega beygð nafnorð auk karlkynsorða af erlendum uppruna. Nafnorðin hljóðvarpast sum hver í fleirtölu og eða bæta við sig endingu. Ólíkt flestum málum skyldri þýsku eru öll nafnorð og ávarpsfornöfn rituð með stórum staf og þérun er algeng. Í þýska stafrófinu er líka bókstafurinn ß („das Eszett“) sem ekki er að finna í öðrum germönskum málum. Setningarfræði í þýsku er ólík þeirri íslensku að því leyti að aðalsagnir sem fylgja hjálparsögnum koma aftast í setningar. Eins standa öll sagnorð í aukasetningum aftast.
Málfræði
tiltekinn greinir
eintala | fleirtala | |||||
---|---|---|---|---|---|---|
kk. | kvk. | hv. | ft. | |||
nefnifall | der | die | das | die | ||
þolfall | den | die | das | die | ||
þágufall | dem | der | dem | den | ||
eignarfall | des | der | des | der |
ótiltekinn greinir, líkt og í ensku aðeins til í eintölu
eintala | |||
---|---|---|---|
kk. | kvk. | hv. | |
nefnifall | ein | eine | ein |
þolfall | einen | eine | ein |
þágufall | einem | einer | einem |
eignarfall | eines | einer | eines |
spurnarfornöfn
kk. & kvk. eins, aðeins ein fleirtölumynd -wer
eintala | |||
---|---|---|---|
kk. & kvk. | hv. | ||
nefnifall | wer | was | |
þolfall | wen | was | |
þágufall | wem | - | |
eignarfall | wessen | wessen |
persónufornöfn
1. persóna
1p.et. | 1p.flt. | |
---|---|---|
nefnifall | ich | wir |
þolfall | mich | uns |
þágufall | mir | uns |
eignarfall | meiner | unser |
2. persóna
2p.et. | 2p.flt. | |
---|---|---|
nefnifall | du | ihr |
þolfall | dich | euch |
þágufall | dir | euch |
eignarfall | deiner | euer |
3. persóna, þérun er konklúderuð með 3p.flt með stórum staf
3p.et.kk. | 3p.et.kvk. | 3p.et.hk. | 3p.flt. | |
---|---|---|---|---|
nefnifall | er | sie | es | sie |
þolfall | ihn | sie | es | sie |
þágufall | ihm | ihr | ihm | ihnen |
eignarfall | seiner | ihrer | seiner | ihrer |
Orðflokkur | Dæmi | Hlutverk |
Nafnorð | Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. | Að tilgreina einstaka hluti, eða flokka hluta, jafnt raunverulega sem ímyndaða. |
Sagnorð | Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. | Að gefa til kynna aðgerð eða atburð. |
Lýsingarorð | Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. | Að lýsa einhverjum hlut nánar. Oftast notað með nafnorði. |
Fornöfn | Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. | Gefa til kynna með almennum hætti um hvern eða hvað setningin á við. |
Greinir | Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. | Að gera nafnorð ákveðin (ákveðinn greinir) eða óákveðin (óákveðinn greinir). Greinir getur verið viðskeyttur eða settur fyrir framan nafnorð sem sér orð. |
Töluorð | Siebzehn große Vögel springen zu den drei wichtigen Männern, die in dem Garten stehen. Sie erhielten zwei Säcke Samen für die Vögel. | Gefa til kynna fjölda eða magn. |
Smáorð í þýsku | ||
Forsetningar | Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er hat Samen für den Vogel. | Hafa áhrif á merkingu fallorðs í setningu. |
Atviksorð | ||
Nafnháttarmerki | Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er denkt, dass es sehr nett ist zu geben. | Nafnháttarmerkið er orðið „zu“ á undan sagnorði í nafnhætti. Sögn í nafnhætti er án tíðar og endar oftast á „e“. |
Samtengingar | Der große Vogel springt zu dem wichtigen Mann, der in dem Garten steht. Er denkt, dass es sehr nett ist zu geben. | Tengir saman einstök orð eða setningar til að mynda málsgrein. Skiptist í aðaltengingar og aukatengingar. |
Upphrópanir |
Ath: Þetta þarfnast yfirferðar.
Frekari fróðleikur
- George O. Curme, A Grammar of the German Language, New York 1922.
- Fausto Cercignani, The Consonants of German: Synchrony and Diachrony, Milan 1979, ISBN 88-205-0185-6.
- W. B. Lockwood, German Today: The Advanced Learner's Guide, Oxford 1987, ISBN 0-19-815850-5.
- Anthony Fox, The Structure of German, Oxford 2005, ISBN 0-19-927399-5.
- Wolfgang Krischke, Was heißt hier Deutsch? – Kleine Geschichte der deutschen Sprache, München 2009, ISBN 978-3-406-59243-0.
- Peter von Polenz, Geschichte der deutschen Sprache, Berlin 2009, ISBN 978-3-11-017507-3.
- Ruth H. Sanders. German: Biography of a Language, Oxford 2010.