Metapedia Fundraiser 2018: The Internet is the foremost field in the metapolitical battle of our time. Help us hold down the front. | |||
| |||
Akra-Kristín Þorsteinsdóttir
Kristín Þorsteinsdóttir (d. 1490), jafnan nefnd Akra-Kristín og kennd við Stóru-Akra í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem hún bjó, var íslensk hefðarkona á 15. öld.
Kristín var einkabarn þeirra Þorsteins Ólafssonar lögmanns á Ökrum og Sigríðar Björnsdóttur, en vottorð um brúðkaup þeirra í Hvalseyjarkirkju á Grænlandi 16. september 1408 er síðasta ritaða heimildin um búsetu norrænna manna á Grænlandi. Hún erfði mikinn auð eftir foreldra sína. Fyrri maður Kristínar var Helgi Guðnason lögmaður. Hann dó árið 1440 og Kristín giftist þá Torfa Arasyni hirðstjóra. Torfi dó erlendis 1459 en Kristín bjó áfram á Ökrum eftir lát hans og varð háöldruð. Hún var nafntoguð á sinni tíð, enda ein auðugasta kona landsins og gift tveimur stórhöfðingjum.
Börn Kristínar og Helga voru Ingveldur, kona Þorleifs Björnssonar hirðstjóra á Reykhólum og Þorsteinn bóndi á Reyni í Mýrdal. Með Torfa átti Kristín dæturnar Málmfríði, konu Finnboga Jónssonar Maríulausa lögmanns, og Guðrúnu fylgikonu Einars Benediktssonar ábóta á Munkaþverá.
Heimildir
- Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.