Apavatn

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Apavatn er eitt af stærstu stöðuvötnum landsins, um 13,6 km² að flatarmáli sunnan Laugarvatns. Nafnið er talið koma af orðinu ap sem merki leðju eða leir. Apavatn er 59 metra yfir sjávarmál. Vatnið er allt grunnt, mesta dýpi þess er 3 m, en mesta lengd þess er 6,8 km. Nokkrar smáár renna í vatnið frá hæðunum í kring. Að sunnan kemur Stangalækur. Suð vestan í vatnið rennur Apá og norðan Grafará, og er hún vatnsmest. Hagaós er eina frárennslið úr vatninu og rennur í Brúará.


Apavatn.PNG