Bagdad

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Bagdad eða Bagdað (arabíska بغداد, úr persnesku بغداد , „gjöf guðs“) er höfuðborg Írak. Hún er önnur stærsta borgin í Suðvestur-Asíu á eftir Teheran og önnur stærsta borg Araba-heimsins á eftir Kaíró. Íbúafjöldi árið 2010 var áætlaður um 5.402.000. Bagdad stendur við ána Tígris og var eitt sinn miðstöð hins íslamska menningarheims.