Metapedia Fundraiser 2018: The Internet is the foremost field in the metapolitical battle of our time. Help us hold down the front. | |||
| |||
Brautarholt Kjalarnesi
Brautarholt er stórbýli og kirkjustaður á Kjalarnesi. Í Kjalnesingasögu er saga landsnáms Helga Bjólu á Kjalarnesi. Hann lét Andríði, írskum manni, Brautarholt eftir til bústaðar. Úti fyrir ströndinni er Andríðsey en þar er friðað varp.
Brautarholtskirkja: Bóndinn í Brautarholti lét reisa Brautarholtskirkju árið 1857, kirkjusmiður var Eyjólfur Þorvarðarson frá Bakka á Kjalarnesi. Séra Matthías Jochumsson þjónustaði kirkjuna 1867 til 1873. Árið 1958 og svo árið 1987 voru gagngerðar viðgerðir gerðar á kirkjunni.
Katólskar kirkjur voru helgaðar Nikulási og tilheyrðu Kjalarnesþingum. Bjarni Thorarensen (1786-1841), skáld og brautryðjandi rómantísku stefnunnar ásamt Jónasi Hallgrímssyni (1807-1845), fæddist að Brautarholti. Bjarni varð amtmaður fyrir Norður- og Austurland árið 1833 og gegndi embættinu til dauðadags. Skáldverk hans komu út í Kvæðum (1847, Ljóðmælum I-II (1935).
Frá árinu 1964 var starfrækt grasmjölsverksmiðja og síðar graskögglaverksmiðja frá 1972 til ársins 2000 að Brautarholti. Frá árinu 2012 hefur golfvöllur verið starfræktur á hluta jarðarinnar.