Fimmtarþraut

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Fimmtarþraut er íþróttagrein samsett úr 5 greinum. Þessar greinar hafa hinsvegar verið breytilegar og ólíkar greinar í karla- og kvenna flokki. Á hinum fornu Ólympíuleikum fór fimmtarþraut fram á einum degi og keppnisgreinar voru; langstökk, tvær kastgreinar spjótkast og kringlukast, spretthlaup og glíma.

Keppt var í fimmtarþraut í kvennaflokki á Ólympíuleikum frá 1964 - 1980 með sérstökum greinum sem ekki voru í karlaflokki og var keppt á tveimur dögum. Á fyrri deginum var keppt í 80 metra grindahlaupi, kúluvarpi og hástökki en á þeim síðari langstökki og 200 metra hlaupi. Árið 1976 var 80 metra grindahlaupi breytt í 100 metra og 200 metra hlaupi í 800 metra. Árið 1984 var ekki keppt í fimmtarþraut í kvennaflokki né þá heldur síðar en sjöþraut þó tekinn upp í staðinn.

Í karlaflokki hefur verið keppt í fimmtarþraut á sérhverjum Ólympíuleikum frá því þeir voru enduruppteknir 1906. Í karlaflokki eru greinarnar þær sömu og í forngrikklandi að öðru leiti en því að í stað glímu er nú 1500 metra hlaup. Á fyrstu enduruppteknu Ólympíuleikunum var grekó-rómversk glíma en henni var skipt út fyrir 1500 metra hlaup strax 1912.