Metapedia Fundraiser 2018: The Internet is the foremost field in the metapolitical battle of our time. Help us hold down the front. | |||
| |||
Hegranes
Hegranes kallast landsvæðið milli kvísla Héraðsvatna í Skagafirði og er í rauninni eyja í Vötnunum, um 15 km á lengd og með allháum klettaásum en vel gróið á milli. Vesturós Vatnanna er fast upp við nesið vestanvert en að austan eru breiðir og víðlendir sandar áður en komið er að Austurósnum. Þar suður af er óshólmasvæði með fjölbreyttu fuglalífi og gróðri sem kallast Austara-Eylendið og er það á náttúruminjaskrá.
Hegranes var áður sérstakt sveitarfélag, Rípurhreppur, en tilheyrir nú Sveitarfélaginu Skagafirði.
Í landi jarðarinnar Garðs í Hegranesi var áður héraðsþing Skagfirðinga, Hegranesþing, og þar var einnig stundum haldið fjórðungsþing Norðlendinga. Kirkja sveitarinnar er á Ríp. Einn fyrsti kvennaskóli landsins var stofnaður í Ási í Hegranesi haustið 1877 en starfaði þar aðeins eitt ár.
Í Keldudal í Hegranesi hefur farið fram umfangsmikill fornleifauppgröftur og þar hafa verið grafnar upp rústir frá 10.-12. öld.
Lengi hefur því verið trúað að miklar Huldufólksbyggðir séu í Hegranesi og hefur sú trú haft áhrif á vegagerð.