Helsinqjaeiri

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Helsingjaeyri (danska: Helsingør) er bær á austurströnd Sjálands í Danmörku með um 61.000 íbúa. Bærinn stendur við Eyrarsund þar sem sundið er grennst milli Sjálands og Helsingjaborgar á Skáni í Svíþjóð. Bílferja gengur milli bæjanna. Elstu heimildir um bæinn eru frá 1231 en hann fékk kaupstaðarréttindi 1426 frá Eiríki af Pommern um leið og Eyrarsundstollurinn var settur á og virkið Krókurinn reist og síðar Krúnuborgarhöll.

Ólafskirkjan er elsta bygging bæjarins, en þar var Dietrich Buxtehude m.a. organisti um tíma.