Júpiter

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu talið og sú stærsta, en einnig sú innsta af gasrisum sólkerfisins. Heildarrúmmál Júpíters er meira en samanlagt rúmmál allra hinna reikistjarnanna.

Júpíter er nefndur eftir hinum rómverska konungi guðanna sem bar sama nafn.

Efni Júpíters er að mestu gas, en fyrir innan allt þetta gas er lítill kjarni úr gegnheilu bergi. Gasský hans eru úr mörgum mismunandi efnasamböndum, þar á meðal vetni, helíum, koltvísýringi, vatnsgufu, metangasi, ammoníakís og ammóníumhýdrósúlfíði.

Það tekur Júpíter 10 klukkustundir að snúast um sjálfan sig. Eitt ár á Júpíter (sá tími sem það tekur hann að fara einn hring um sólu) er jafnlangt og 11,9 ár á jörðinni.

Júpíter hefur í það minnsta 67 tungl. Þau þekktustu eru: Íó, Evrópa, Ganýmedes og Kallistó.

Tenglar