James W. Denver

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita


James William (kallaður"Jim") Denver (23. október 1817 – 9. ágúst 1892) var bandarískur stjórnmálamaður, dáti og lögfræðingur. Hann sinnti störfum fyrir fylkis-stjórnina í Kaliforníu, sem dáti fyrir bandaríska herinn í tveimur stríðum og sem þingmaður fyrir demókrataflokkin.


Hann var landshöfðingi yfir Kansas-landsvæðinu þegar ekki hafði verið ákveðið hvort þar yrði viðhaft þrælahald.

Borgin Denver, höfuðborg Colorado-fylkis, er nefnd eftir honum.


ungdæmi og fyrstu störf

James W. Denver var fæddur í námunda við Winchester í Virginíu-fylki. Hann sótti almennan skóla og flutti ásamt foreldrum sínum til Wilmington Ohio árið 1830. 1841 hafði hann gerst kennari í Missouri-fylki, og 1844 útskrifaðist hann úr laganámi frá háskólanum í Cincinnati og stundaði því næst lagastörf nálægt Xenia, Ohio. Hann fluttist til Platte City, Missouri, 1845, og hélt þar áfram að starfa við lög.


1847, þegar hið svokallaða Mexikó-stríð geysaði, gekk hann í 12. sjálfboðaliðasveit landgönguliða, og hlaut kafteinstign undir herstjórnandanaum Winfield Scott. Eftir stríðið árið 1850, ferðaðist Denver til Kaliforníu, þar sem hann hóf viðskipti.

Denver drap blaðaritstjórann Edward Gilbert í einvígi annan ágúst, 1852. Síðar sama ár, var hann kosinn til Kaliforníu-þings.


Síðar var hann skipaður einskonar fylkis-stjóri (California Secretary of State)

1854 var hann kosinn til bandaríska þingsins í forsvari fyrir Kaliforníu og gegndi því embætti frá 4. mars 1855 – 3. mars 1857. Hann bauð sig ekki fram til endurkjörs 1856. 17. apríl, 1857, skipaði forsetinn James Buchanan hann sem yfirmann einskonar Indlands-deildar.


Í desember, 1857, var Denver enn skipaður af forsetanum Buchanan sem landhöfðingi Kansas-landsvæðanna. Daginn sem hann tók við því embætti voru kosningar um svonefnda Lecompton-stjórnarskrá, sem heimilaði þrælahald.

Kosningin hafði aðeins val milli þrælahalds til hálfs eða fulls og var því stórt séð hunsuð af fylgjendum afnáms.


Mynd:GenJohnWDenver.jpg
James W. Denver í herstjórnendabúning

í nóvember 1858, meðan Denver gengdi enn störfum landshöfðingja, stofnsetti maður að nafni William Larimer, Jr., sem braskaði með landskika, bæjinn "Denver" við ánna South Platte River í Arapaho-hrepp í vestanverðum Kansas-landsvæðunum. Larimer valndi nafnið "Denver" til heiðurs sitjandi landshöfðingja.

Denver lét af störfum landshöfðingja í nóvember 1858 og tók að nýju við störfum yfirmanns Indlands-mála, og sinnti þeim störfum þar til hann sagði sig lausann 31. mars 1859.

Þrælastríð og síðustu störf

Nokkrum mánðum eftir upphaf átaka árla árs 1861, setti Abraham Lincoln forseti Denver í stöðu herstjórnenda (brigadier general) í sjálfboðaliðasveit. í nóvember 1861, fékk hann tilskipun fara til Fort Scott í Kansas og í desember tók hann við stjórn allra hermanna í Kansas.

í mars og apríl 1862 stjórnaði hann hefnum í Kansas þar til hann fékk tilskiðun um flutning til Tennessee.

16. maj 1862, tók Denver við stjórn þriðja herliði 5tu deildar undir yfirhershöfðingjanum William T. Sherman í miðju umsátrinu um Korinþíu. Strax næsta dag tók herlið Denvers þátt í bardögum nefndum fight for Russell's House. Þótt herlið hans týndi engum manni var það eitt af tveimur sem fóru fyrir árásinni.[1]

27. maj valdi hershöfðinginn Sherman á nýjan leik herlið Denvers til að vera fremst í svonefndri árás á the Double Log House. Denver og and M. L. Smith gerðu árangursríka árás á húsvirkið.

Varð Ulysses S. Grant vitni að þessari árás og lýsti ánægju sinni með frammistöðu mannanna.[2] Eftir að Kórinþí féll hélt Denver áfram að gegna formensku fyrir deildina í Mississippi. í svonefndum Vicksburg-leiðangri var Denver stjórnandi fyrstu deildar þar til hann lét af störfum fyrir sambandsherinn 5. mars, 1863.


Eftir stríðið, stundaði Denver áfram lögfræðistörf í Washington, og Wilmington, Ohio.

Hann sótti landsþing demókrataflokksins sem delegati árin 1876, 1880, og 1884. Nafn hans bar á góma sem hugsanlegs forsetaframbjóðenda fyrir demókrataflokkinn 1876 og 1884, en nafn var afldrei tekið til formlegrar afgreiðslu.


Denver heimsótti Denver-borg 1875 og 1882, en kvartaði yfir að heimsóknir hans hlytu littlar undirtektir.[3] Með seinni heimsókn sinni varð hann eina manneskjan í bandaríkjunum til að hafa farið til borgar skýrði í höfuðið á honum eftir að vera orðin höfuðborg fylkis.


Hann dó í Washington, 1892 og er grafinn í Sugar Grove Cemetery í Wilmington, Ohio.

Sonur hans, Matthew R. Denver, var þingmaður fyrir Ohio-ríki 1907–1913.

tilvísanir

Snið:Reflist



Snið:Commons category




  1. Sherman's Report p.137
  2. Sherman's Memoirs
  3. Robert L. Brown (1985) The Great Pikes Peak Gold Rush, Caldwell, Ida.: Caxton, p.64