Metapedia Fundraiser 2018: The Internet is the foremost field in the metapolitical battle of our time. Help us hold down the front. |
Kötlutanqi
Kötlutangi er syðsti tangi meginlands Íslands. Hann er á Mýrdalssandi suður af Hjörleifshöfða í Vestur-Skaftafellssýslu. Kötlutangi myndaðist í Kötlugosinu 1918 en þá færðist ströndin út vegna mikils framburðar í jökulhlaupinu sem fylgdi gosinu. Fyrir þann tíma var Dyrhólaey syðsti tangi landsins.
Síðan þá hefur sjórinn hins vegar jafnt og þétt étið af Kötlutanga og hefur því verið spáð að innan tíðar muni Dyrhólaey ná aftur þeirri stöðu að vera syðsti tangi meginlandsins. Bið verður þó á því, því samkvæmt Landmælingum Íslands sem byggja á gervihnattamyndum árið 2004 var Kötlutangi 500 metrum sunnar en Dyrhólaey þá. Áætlað að að Kötlutangi sty ttistum 10 til 20 metra á ári.[1]
Tilvísanir
- ↑ Kötlutangi enn syðsti oddinn. visir.is. Retrieved on 1. ágúst, 2012.