Kvannadalshnúkur

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur eldkeilunnar undir Öræfajökli og jafnframt hæsti tindur Íslands. Samkvæmt nýjustu mælingu er hæð hans 2.109,6[1] metrar yfir sjávarmáli. Tindurinn er staðsettur innan Vatnajökulsþjóðgarðs og er vinsæll hjá fjallgöngufólki, reyndu sem og óreyndu. Tindurinn er ekki flókinn uppgöngu og þarfnast ekki mikillar reynslu eða tækni í fjallgöngum, gangan krefst samt mikils úthalds þar sem oftast er gengið á tindinn og niður aftur á sama deginum. Hækkunin er rúmir 2000 metrar, gangan tekur oftast 12-14 klst í heild.