Líctenstæn

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Liechtenstein (Furstadæmið Liechtenstein), Þýska: Fürstentum Liechtenstein er fjalllent smáríki í mið-Evrópu, á milli Sviss og Austurríkis. Landið er aðeins 160 ferkílómetrar að stærð. Höfuðborg Liechtenstein heitir Vaduz og opinbert tungumál er þýska.


Saga

Liechtenstein var stofnað 1342 sem greifadæmi. Það fékk nafn sitt árið 1719. Á 18. og 19. öld var landið sjálfstætt konungsríki í hinu heilaga, rómverska keisaradæmi og tengt Habsborgurum í Austurríki efnahagslega. Árið 1984 voru samþykkt lög sem veittu konum kosningarétt.

Liechtenstein gerði varnarbandalag við Austurríki 1852-1918. Síðar tengdist Liechtenstein Sviss með viðskiptasambandi. Svissneskur franki er gjaldmiðill landsins og tollur og póstþjónusta eru sameiginleg þó Liechtenstein gefi út eigin frímerki. Liechtenstein gekk í EFTA árið 1991. Liechtenstein er eitt tækni- og iðnvæddasta ríki heims og meðaltekjur með þeim allra hæstu í heimi.

Náttúra

Upp í hæðum Alpanna eru beitilönd og á Rínarsléttunni er stundaður landbúnaður.

Líðfræði

Lífslíkur í Liechtenstein eru um 75 ár á meðal karla og 82 ár meðal kvenna. Innfæddir íbúar Liechtenstein eru afkomendur Germana (Alemanna), sem settust þarna að 500 e.kr. Um 87% íbúanna eru rómversk-kaþólskar trúar.

Stjórnsísla

Liechtenstein er þingbundið furstadæmi. Núverandi fursti er Hans-Adam II sem ríkt hefur síðan 1989. Á þingi landsins starfa 25 þingmenn sem eru kosnir á fjögurra ára fresti. Furstinn tilnefnir forsætisráðherrann að tillögu þingsins.

Tenglar




Snið:Evrópa Snið:Evrópuráðið Snið:Fríverslunarsamtök Evrópu