Orðsivjafræði

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Orðsifjafræði er undirgrein sögulegra málvísinda sem fæst við uppruna orða. Þeir sem leggja stund á greinina kallast orðsifjafræðingar.

Dæmi

  • Orðið „stígvél“ er samkvæmt orðsifjafræðinni komið af miðlágþýska orðinu stevel eða danska orðinu støvle. Orðið var þó í þýsku komið úr ítölsku en uppruni þess er í mið-latínu og er það samsett úr estate sem þýðir sumar og vale sem þýðir skór einhverskonar og var því upprunalega merkingin sumarskór.
  • Orðið „verb“ í ensku sem merkir sagnorð er komið frá álíka hljómandi orði í latínu sem einfaldlega merkti orð og er ættfræðilega sama orð og orð, þar sem lokasamhljóðin hefur víxlast.
  • Enska orðið spell sem merkir að stafa er sama orð og að spjalla á íslensku, orðið þróaðist í aðra átt út frá að fara með þulu, sbr aftur að setja galdra-álög á einhvern
  • Orðið tombóla er í íslensku 19. aldar tökuorð úr dönsku en þaðan komið úr ítölsku leitt af sagnorðinu tombolare sem merkir að snúa eða velta og vísar til þess að hlutaveltumiðarnir voru settir í trumbu sem var velt rækilega til að rugla miðunum áður en dregið var. Í ítölsku er orðið hugsanlega germanskt tökuorð, þá helst úr frakknesku (tumon), sbr. enska tumble.
  • Orðið snekkja, sem í nútímamáli merkir einskonar viðhafnarbát til tómstundasiglinga, án sterks atvinnulegs tilgangs er sterklega grunað, þótt það fáist ekki staðfest, að vera skilt orðinu snákur enda merkti orðið í fornu máli annarskonar bát, herskip eða langskip, hraðskreiðan bát sem þá var mjór fremur en breiður sbr, forn-enska snacc - herskip og forn-háþýska snacga - hraðskreið herskúta. Sbr. ennfremur dreki.
  • Orðið firir bindi í ítölsku & frönsku, cravatta & cravate er komið af króötum, þar sem þeir munu firstir brúkaþ hava bindi


Tengt efni