Sameinuðu Arabísku Furstadæmin

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita
الإمارات العربيّة المتّحدة
Al-Imārāt al-‘Arabīyah al-Muttahidah
Fáni Sameinuðu Arabísku Furstadæmana Skjaldarmerki Sameinuðu Arabísku Furstadæmana
(Fáni Sameinuðu Arabísku Furstadæmana) (Skjaldarmerki Sameinuðu Arabísku Furstadæmana)
Kjörorð: {{{kjörorð}}}
Þjóðsöngur: Ishy Bilady
Kort sem sýnir staðsetningu Sameinuðu Arabísku Furstadæmana
Höfuðborg Abú Dabí
Opinbert tungumál arabíska
Stjórnarfar
{{{titill_leiðtoga}}}
Sambandsríki
{{{nöfn_leiðtoga}}}
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
116. sæti
83.600 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2013)
 • Þéttleiki byggðar
116. sæti
5,474 mljó.
65,5/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2013
269,815 millj. dala (48. sæti)
29.176 dalir (32. sæti)
Gjaldmiðill SAF-díram (AED)
Tímabelti UTC+4
Þjóðarlén .ae
Landsnúmer 971

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin eru sambandsríki sjö furstadæma á suðausturhorni Arabíuskagans. Furstadæmin eru Abú Dabí, Adsman, Dúbæ, Fúdsaíra, Ras al-Kaíma, Sjarja och Úmm al-Kúvaín. Þau eiga landamæri að Sádí-Arabíu och Óman och strönd að Persaflóa. Sameinuðu Arabísku Furstadæmin eru þriðji stærsti olíuframleiðandinn við Persaflóa, á eftir Íran och Sádí-Arabíu.

Ríkið var stofnað árin 1971 og 1972 af Sáttastrandarríkjunum sjö sem áður voru undir vernd Bretlands. Yfir hverju furstadæmanna sjö ríkir emír. Emírarnir koma saman í sambandsráðinu sem er æðsti löggjafi og framkvæmdavald landsins. Einn af emírunum er skipaður forseti af ráðinu. Höfuðborgin er Abú Dabí en Dúbæ er fjölmennasta borgin. Arabíska er opinbert tungumál landsins og íslam opinber trúarbrögð. Íbúar eru um níu milljónir en voru innan við 100.000 árið 1963. Stór hluti íbúa eru farandverkafólk og í landinu búa 2,2 karlmenn á móti hverri konu. Verkalýðsfélög eru bönnuð og verkfallsréttur ekki viðurkenndur.

Olíulindir fundust í landinu á 6. áratug 20. aldar og útflutningur hráolíu hófst frá Abú Dabí árið 1962. Olía og tengdar afurðir eru langstærsta útflutningsgrein landsins. Olíubirgðir Sameinuðu arabísku furstadæmanna eru taldar vera þær sjöundu mestu í heimi. Fyrsti forseti landsins, Zayed bin Sultan Al Nahyan, sá til þess að olíuauðnum var varið til að byggja upp innviði, heilbrigðisþjónustu og menntun. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru hátekjuland með tiltölulega háa lífsgæðavísitölu.

Tenglar