Spitsbergen

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Spitsbergen er stærsta eyja Noregs með svæði upp á 37 673 km².

fjórir lengstu fyrðir Svalbarða eru á Spitsbergen og allir bæjir. ennfremur eru allir 7 þjóðgarðar Svalbarða á eynni.


Longyearbyen hefur 2.075 íbúa (2013) en aðrir bæjir eru sá rússneski Barentsburg, Ny-Ålesund og Sveagruva, auk 10-12 pólskra rannsakenda / vísindamanna í Isbjørnhamna og 4-5 hótelrekanda á svonefndum píramída.

aldreki hefur verið nein varanleg byggð á neinum öðrum eyjum Svalbarða. aðfluttningur var einkum sökum veiðiskapar 1600-1850, rannsókna 1880-1928 og námuvinnslu 1906-2000. í seinni tíð hafa rannsóknir og ferðamennska haft sterkastan vöxt.

Frá 1601 voru breskar og hollenskar hvalveiðistöðvar á eyjunum í norðvestri, seinna ennfremur lengra suður.

rússneskir veiðimenn voru þar einkum á 19. öld.

sökum erfiðleika vegna hafíss og fjarskipta hefur aldrei verið fiskvinnla á Svalbarða heldur öllum veiðiskapnum landað í "evrópu".

leifarnar af golf-strauminum færa varman sjó uppyfir vestur- og norðurströnd Spitsbergen og Norðausturlandið sem er fyrir vikið minna ísilagt en austurstrendurnar á sögðum eyjum.

Spitsbergen var gefið nafn af norðurheimskautalandkönnuðinum hollenska Willem Barents, sem sigldi um hana 1596. Hann kallaði það sem nú er almennt kallað Spitsbergen West-Spitsbergen en Svalbarða í heild sinni Spitsbergen og skírist nafngiftin af því einfaldlega að honum þótti eyja þessi hafa mörg há og oddót eða tindótt (spitze þýðir oddur eða einhvað þvíumlíkt á hollensku) fjöll.

Hæsti tindur Spitsbergen er sá svonefndi Newton-toppur, sem er 1 713 metra hár.