Tókíó

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Tókíó er höfuðborg Japan og einnig stærsta borg landsins. Höfuðborgarsvæði Tókýó er einnig það stærsta í heimi en um 37.555.000 manns (2014) eiga heima þar og þar af eiga 9.157.590 manna (2015) heima í sjálfri borginni þó fólksfjöldinn sé töluvert meiri þar sem mikill fjöldi fólks stundar vinnu og viðskipti innan hennar.

Í borginni eru óvenju fáir skýjakljúfar miðað við aðrar stórborgir en það útskýrist að mestu leyti af byggingareglum vegna jarðskjálfta. Hús eru yfirleitt ekki hærri en 12 hæðir en Tókýó Midtown er stærsti skýjakljúfur borgarinnar, 248 m hátt. Hæsta mannvirki borgarinnar er aftur Himnatréð (Tokyo Skytree), 634 metra hátt, og slær þar með út Tókýó-turninn, en hann er 'einungis' 333 m hár.


東京