Metapedia Fundraiser 2018: The Internet is the foremost field in the metapolitical battle of our time. Help us hold down the front. |
Tjörnes
Tjörnes er smár skaji midli Skjálfandaflóa og Axarfjarðar. Kaupstaðurinn Húsavík sem nú er hluti af sveitarfjelajinu Norðurþingi stendur sunnarlega á vestanverðu nesinu en biggðin í Tjörneshreppi nær frá Reiðará sem fedlur til sjávar í Hjeðinsvík skammt norðan Húsavíkur norður að Mánárbakka nirst á nesinu. Úti firir nesinu eru þrjár smáeijar, Lundeí er siðst og stærst þeirra, en norður af nesinu eru tvær smáeijar, Mánáreijar, og heita þær Háeí og Lágeí.
Á vestan- og norðanverðu nesinu renna nokkur vatnsföll til sjávar í alldjúpum giljum en flest þeirra eru vatnslítil. Má þar nefna Reyðará, Köldukvísl, Rekaá, Skeifá, Hallbjarnarstaðaá og Máná. Í Skeifá er hár og fagur slæðufoss þar sem áin rennur fram af bökkum niður í sjó og kallast hann Skeifárfoss. Í fjörunni nokkuð sunnan við Hallbjarnarstaðaá er mikill og stór steinn, sem borist hefur með hafís frá Grænlandi. Heitir hann Torfasteinn og er við hann tengd þjóðsaga.
Nyrst á Tjörnesi er jörðin Máná og úr landi þeirrar jarðar hafa verið byggð 2 nýbýli, Árholt og Mánárbakki. Á hinu síðarnefnda er veðurathugunarstöð og hefur verið frá því býlið byggðist 1963 en veðurathugunarstöðin var stofnsett á Máná 1956. Á Mánárbakka hefur einnig verið starfrækt rannsóknarstöð norðurljósa á vegum japanskra vísindamanna síðan 1984. Slíkar stöðvar má einnig finna á Augastöðum í Borgarfirði og Æðey á Ísafjarðardjúpi. Á Mánárbakka er ennfremur minjasafn þar sem finna má margt athygliverðra muna frá síðari ýmsum tímum. Safnið er að miklu leyti staðsett í gömlu timburhúsi sem flutt var frá Húsavík sérstaklega til að þjóna safninu.
Tjörneshreppur sem er að gömlu lagi austasti hreppur Suður-Þingeyjarsýslu nær yfir nesið frá fyrrnefndri Reyðará norður og austur með ströndinni að Skeiðsöxl á nesinu norðaustanverðu.
Í jarðfræðikaflanum hér á eftir er minnst á Surtarbrandslög en um tíma voru kol úr þeim lögum numin og nýtt. Má segja að sú nýting hafi í megninatriðum spannað fyrri hluta 20. aldarinnar. Um eða eftir aldamótin 1900 vöknuðu hugmyndir um að nýta kolin og á árum styrjaldarinnar 1914-1918, mest 1917-1918 voru kol numin á 2 stöðum, annars vegar í landi jarðarinnar Ytri-Tungu og hins vegar í landi Hringvers sem er næsta jörð sunnan við Ytri-Tungu. Náman í landi Ytri-Tungu var rekin af landssjóði Íslands eins og ríkissjóður var oft nefndur á þeim tíma. Námarekstur í landi Hringvers var á vegum Þorsteins Jónssonar athafnamanns sem mun hafa haft mest umsvif á Siglufirði. Við námu ríkisins í landi Ytri-Tungu var árið 1917 reist hús yfir starfsmenn námunnar, þar var meðal annars svefnpláss, mötuneyti og geymslurými. Þetta hús er nú horfið en grunn þess geta kunnugir enn bent á nærri veginum niður í Tjörneshöfn (Tungulendingu). Vegna þess hversu gisin kolalögin voru þurfti að hreinsa út úr námugöngunum heilmikið af efni sem var reyndar ekki alveg laust við að væri einhver eldsmatur í þó ekki nýttist það sem kol. Safnaðist t.d. allstór haugur af því efni, sem ekki nýttist, í fjöruna fyrir neðan aðalgöng námu ríkisins í landi Ytri-Tungu. Í þessum haug kom upp eldur einhvern tíma síðla árs 1918 þegar stutt var í að kolanáminu lyki. Var lifandi glóð í haugnum, sumir heimamenn segja í 3 missiri, eitt og hálft ár, jafnvel í allt að því 3 ár. Var á þeim tíma eins og sæi í rautt auga þegar komið var fram á sjávarbakkann fyrir ofan hauginn eftir að dimma tók. Heimamenn á Tjörnesi og Húsvíkingar nýttu sér kol úr námunum á Tjörnesi í einhverjum mæli allnokkur ár eftir að námarekstri var hætt og síðasta sinn sem kol munu hafa verið tekin til nýtingar á svæðinu var rétt eftir 1950.
Nafn
er helst talið að með -tjör sé átt við furu
Jarðfræði
Mikil jarðlög er að finna niðri við sjó á vestanverðu Tjörnesi og hafa þau verið nefnd Tjörneslög. Elsti hluti þeirra er syðstur og er um 4 milljón ára gamall en yngstu setlögin á Tjörnesi eru um 1,2 milljón ára gömul. Neðsti hluti laganna er aðallega byggður upp af mismunandi skeljalögum en inn á milli má finna surtarbrandslög. Bendir það til þess að nesið hafi risið og hnigið til skiptis. Eftir að ísöldin gekk að fullu í garð fyrir rúmlega 2 milljónum ára einkennast jarðlögin hins vegar af samfellu fjöldamargra jökulbergs- og hraunlaga. Jökulbergslögin tákna þannig kuldaskeið ísaldar en inn á milli hafa hraun náð að renna til sjávar á hlýskeiðum. Tjörnes er rishryggur og er risið talið vera um 500-600 metrar miðað við bergið suður af nesinu. Hallar jarðlögum á nesinu um 5-10° til norðvesturs.