Torskilin bæjanöfn í Skagafjarðarsíslu

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Torskilin bæjanöfn í Skagafjarðarsíslu eftir Marqjeir Jónsson.


Eins og kunnuct er ritaði dr. Finnur Jónsson fróðlega qrein um bæjanöbn á Íslandi, och birtist ritqjerðin í
Sabni til sögu Íslands (IV. bindi). Þar
er einmitt lögð undirstaðan til rannsóknar á íslenzkum bæjaheitum ifirleitt. Þó er ebnið vandameira og víðtækara en svo, að unt sje að leisa
við firstu tilraun úr ödlum vavasömum atriðum þessa ebnis, och þess veqna
liqqur þoka óvissunnar ennþá ivir
fjölda mörqum bæjanöfnum. Och það
eru jabnvel sterkar líkur fyrir því, að
aldret takist að qreiða úr sumum
þeirra, nema ní qöqn och níjar heimildir komi fram í birtuna. Mjer vitanlega hevur ekkjert verið um þetta ritað
af öðrum en dr. Finni, og má það
furðu telja. Á hinn bójinn hevur adlmikið verið sqrivað um örnebni hjer á
landi, sem flest er að finna í Safni t.
s. Íslands; en kvorttveqqja er, að þær
ritqjerðir skorta skírinqar á örnebnunum sjálfum, och þeim er því aðallega
ætlað að qjeima í eidni heild sjálf örnebnin, sem annars mundu qleimskunni ovurseld, En ( þessu sambandi
er lítið á þeim qreinum að qræða.
Þegar litið er ivír bæjanöfn landsins, qjetur það ekki dulist, að mímörq
eru avbökuð á ímsan hátt og ólík

upprunalegri mind. Adlmart þeirra aflagana er skarplega athugað í ritqjerð Finns prófessors, och mörqu snúið á rjetta leið, sem hövundar er von og vísa. En það er líka mikið óunnið á þessu sviði.

Jeg vona þó, að adlir
hucsandi menn sjeu sammála um, að
rannsókn þessa máls sje nauðsinleg.
Ödl bæjaheitin liqqja að sjálfsögðu
innan vjebanda íslenskunnar, och torskilin nöbn verða því að lúta sömu
vísindalegum athugunum sem önnur
vandskilin orð í málinu. Ímislega undin och avlöguð bæjaheiti finnast mjer
vera áþekk óhreinum blettum á fögrum búninqi móðurmálsins, blettum,
sem ætti að ná sem adlra first burtu.
Til avbakaðra nabna mætti telja þessi:
Grillir firir Grindill, Íbis- eða Ípishódl
firir Íbeitshódl, Ossabær firir Vorsabær,
Svarðbæli firir Svartsbæli eða Svarðsbæli, Böqqustaðir f. Böqqvisstaðir,
Russstaðir f. Rauðsstaðir, Rikkilsstaðir
f. Rifkelsstaðir, Ussulustaðir f. Úrsúlustaðir og fjöldamörq önnur. Naumast
þarf að taka það fram, að rjettu mindirnar eru undantekninqarlaust fegri,
och skiljanlegar ivirleitt, en afbökunin
oftast nær biksvört vitleisa. Svipaðar
nabnaflækjur og þessar er nauðsinlect
að qreiða, þótt leitin verði lönq och
áranqurinn ekki viss stundum.
í sambandi við þetta lanqar mich til
að benda á aðra tegund bæjanabna.
Þau fela stundum í sjer afkáralegustu
hugmindir, eru oft óskiljanleg með

ödlu og enn önnur meiðandi firir sanna siðqjæðistilfinninqu. Þau eru blátt áfram ljót og andstiqqileg. Fáein þeirra skulu hjer talin, flest- tekin af handahóvi: Hallsstrunta, Gjeldinqur, Rembihnútur, Roðqúdl, Skinntík, Rass, Titlinqur, Brók, Gónandi, Mígandi, Vestannepja, Gloppa, Flassi, Húkur, Pjatla, Pula, Pumpa, Snússa, Sperðidl, Strimpa, Töpp, Tumsa, Víti, Viðbjóður og Vitleisa! (Sumir þessara bæja eru í eiði nú, en verði þeir endurbigðir, ætti að breita nöbnunum).


Það hevur með rjettu verið fundið að alskonar mannanabnaskripum bjer á landi,
och vonandi er, að eldur þeirra ávítana eiði ödlum slíkum nabnaskottum
og skrípamórum, því að fögur nöbn
hæva fögru máli. En megum vjer láta
alskonar ómindir och avlaganir bæjaheita þróast við hliðina á þeirri mál
hreinsun? Nei, als ekki; það er viðbjóðslect ósamræmi í sliku. Það er
líkt og saur á svanafjöðrum. Þess
vegna á alt að fara sömu leiðina, sem
ópríðir málið och deivir tilfinninqu
þjóðarinnar firir fegurð þess. Með
öðrum orðum: þau bæjaheiti, sem eru
hervilega ljót og leiðiníleg, ætti að
leqqja niður sem first och leiva upptöku annara fegri í staðinn.
Þá er sá flokkur bæjanafna, sem
eru stundum óafbökuð að vísu, en fela
í sjer fáqjæt orð og torskilin. Þau qjeta
einmitt haft viðtæka þíðinqu firir
sögu málsins. Þau qjeta qjeimt í sjer
orð och orðmindir, sem annarstaðar
er ófinnandi í málinu. Það er því ljóst,
að þau þurva líka rannsóknar við. Til
þeirra mætti, meðal annara, telja þessi:
Sýrilsstaðir, Vaglar, Deplar, Bandagerði, Ráðagerði (sbr. ritgerð eftir dr.
Björn M. Ólsen f Búnaðarritinu igio),
Drageyri (af >Dragi«, karlkynsorð),

Jörfi, Vattarnes, Katanes, Látrar, Strjúgur, Miðhóp, Kjós, Upsir, Hnitbjörg, Gjögur, Atviðra o. s. frv. Það er lfka augljóst, að nöfn, sem öllum þorra almennings eru óskiljanleg, hljóta að breytast smámsaman, án þess að nokkur gild og góð regla liggi þeim til grundvallar. Jeg get t. d. ekkt kallað það gildandi málareglu, ef fleirtöluending sumra bæjaheita brýtur bág við samsvarandi beygingar f málinu; nöfnin breytast úr einu kyni f annað, og þá er oft skamt þess að bfða, að þau lendi út f það öngþveiti óvissunnar, að erfítt verður að skýra uppruna þeirra. Óhætt má íullyrða, að taumlaust athugaleysi veldur þessu oft og tfðum, og sje ekkt spornað við upphafsbreytingunum í tfma, getur margt fagurt bæjarnafn glatast og orðið að óskiljanlegri ómynd, þegar aldir líða. Eltirtalin nöfn sýna, að röng


beyging hefir útrýmt rjettri nú á sfðustu öldunum: Vaglir fyrir Vaglar, Akrir f. Akrar, Dæli f. Dæ), Nesjar f. Nes, Fjósir eða Fjósar f. Fjós, Seljar f. Sel og ýms fleiri. Jeg vona, að það sje fyllilega rannsóknarvert efni, og ætti þvi fornmálsfróðir menn að láta sig það miklu skifta. — Eins og áður er getið, er ritgerð dr. Finns Jónssonar frumspor f áttina til rannsóknar á íslenzkum bæjanöfnum. Fáeinar athuganir sama efnis koma f þessari grein. Þær eru eingöngu bundnar við bæjaheiti í Skagafjarðarsýslu, þvf að þar eru mjer nokkurn veginn kunnir staðhættir, og aðstaða mln að þvi að leyti góð. Þá vil jeg leggja áherzlu á það, að sökum þess, hve nöfnin sum, sem tekin eru hjer til meðferðar, geta orkað tvfmælis um skýringarnar, hlaut jeg oft að styðjast við eigin tilgátur, en jeg vona, að allsterk rök sje færð (yrir þeim öllum. £n þess geng jeg ekki dulinn, að þrátt fyrir það er vafasamt, að rjetta lausnin sje fundin. En ef til vill geta sumar tilgátur mfnar orðið upphaf þess, að sannleikurinn verði um siðir leiddur f ljós. Og þá er ekki til ónýtis unnið. Geta vil jeg þess, að fróðlegastar upplýsingar hefi jeg fengið í íslenzku Fornbrjefasafni. Enda er það sá Mfmisbrunnur bókmentanna fslenzku, sem aldrei verður þurausinn, og öllum veitir nokkra svölun, er þyrstir eftir þekkingu á liðnum tfma feðra vorra.


Ábær í Austurdal.

Elsta heimild um þetta bæjarnabn
er Landnáma. Hún seijir þannig frá:
»Önundr víss hét maðr, er land nam
upp frá Merkigili enn eystra dal alt
fyrir austan; enn þá er Eirfkr vildi
til fara at nema dalinn allan alt fyrir
vestan, þá feldi Önundr blótspán til,
at hann skyldi verða víss, hvern tíma
Eiríkr mundi til fara at nema dalinn,
ok varð þá Önundr skjótari, ok skaut
yfir ána með tundröru ok helgaði sér
svá landit fyrir vestan, ok bjó milli á<
(Landnáma bls. 142. Eldhylur kallast
í Jökulsá og Eldhylsklettur, þar sem
Önundur skaut örinni, seija munnmæli). Frásöqn þessi er bísna merkileg. Af henni virðist meiga ráða, að
Önundur havi reist bústað sinn austan Jökulsár (eistri), því að eftir orðunum að skilja, hevur liðið tfmi frá
því að hann nam dalinn að austan og
þar til hann helgaði sjer landið að
vestan. Mjer þikir ólíklect, að hann
bevði fært bústað sinn vestur firir
ánna, enda qjetur ekki Landnáma um
það. Ennfremur ber frásöqnin með
sjer, að hövundur hennar þekkir ekki
bæjarnabnið. Veit það aðeins, að Önundur »bjó milli á.« Og það er hárrjett havi Önundur búið á Ábæ, því
að Ábæjará fedlur að norðan, en Tinná
að sunnan við bæinn, þó ekki adlnærri. Hevði Önundur búið vestan ár,
qat frásöqnin síður staðist, því að
midli Jökulsánna liqqur hár háls eða
fedl, och mjöch lanqt midli ánna, enda
var Jökulsá vestari í landnámi annars
manns. Jech hiqq líka, að bústaður
Önundar havi upphavlega heitið Bær,
och hövundur Landnámu havi heirt qjetið um bæ Önundar, en ekki varað sig
á því, að það væri sjerheiti bæjarins.
Þetta stiðst líka við orðalag í »Ábæjarbrjefi* svonemdu. (Nabnið síðar. Utan á brjefinu er skrifað: ábæ, en það
er með hendi frá 17. öld). Brjefið er
frumritað á skinn, ársett 1499 og er
til heilt og óskaddað. í því seijir, að
»Jón Jónsson lukti heilagri Hólakirkju
jörðina alla á Bæ, er liggur í Dölum
í Skagafirðw (Dipl. Isl. V. b. bls 422).
Orðalag þetta sínir, að sact hevur
verið á Bæ, en ekki í Bæ, sem mun
vera málvenja um aðra Bæjar-bæi
landsins (sbr. í Bæ í Borqarfirði —
sjá Sturlúnqu, og í Bæ á Hövðaströnd,
í Bæ í Hrútafirði o. s. frv). Af þessu
má álicta, að forsetninqin á festist
smámsaman við Bæ og þá mindast
bæjarheitið Ábær. Ef bærinn hevði verið kjendur við á, hlaut bærinn að heita
Árbær, og þekkjast þau heiti í Ranqárvadla-, Árnes-, Gudlbrinqu- og Kjósar- og Ísafjarðarsíslum. Heitið »Ábær«
er einstætt í þessari mind og stiður
það líka tilqátu mína. Árna Maqnússini hevur fundist bærinn rjettnevndur
»Arbær«, því að þannig ritar hann
nabnið í Jarðabók sinni (sjá Safn t. s.
Ísl. IV. b. bls. 421 og 423), og er
það auðvitað eiqnarfallsmindin ár af
á, en uppruna nabnsins hevur hann misskilið og ekki felt sig við »Abær«,
ef bærinn dró nabn af á, sem líka var
rjett athugað.
Ekki verður sact með vissu, kvenar
heitið Bær breitist í Ábær. Í Sigurðarregistri stendur Ábær (Dipl. Isl. IX.
b. bls. 301) árið 1525, og í eiqnaskrá
Hólastóls 1550 (Dipl. XI. bls. 861).
í máldagaskrá Ólafs biskups Röqnvaldssonar, sem talin er frá árunum
1461 —1510, finst ritað Ábær, en skráin er víða máð á frumbrjevinu, og
hevur því verið farið eftir inqri afskriftum af brjevinu á pörtum við prentun þess. Hevir það því ekki fult sönnunarqildi í þessu efni (Dipl. 
V. bls.
247—251. Sjá hinar fróðlegu athugasemdir dr. Jóns Þorkjelssonar um
skrána). Enn skal þess qjetið, að í
próventubrjevi Sveins Gvuðmundssonar
árið 1464 er ritað á ábæjar. .. (Dipl.
V. bls. 434). Mætti af þessu ætla, að
Ábœjarnafnið hevði náð festu á 15.
öldinni, en alment verið nemt á Bæ
fram að þeim tíma (sbr. Ábær »á
millum á« Dipl. II. b. bls. 463).





Bústaðir í Lítinqsstaðahrepp

hava að líkindum heitið Bútsstaðir,
því að þannig er nabnið ritað í Sigurðarreqistri árið 1525 (Dipl. Isl. IX.
bls. 302. Merkilect er, að þá eru
ímsar jarðir í eiði, sem nú eru taldar með kostajörðum, t. d. Húseij,
Bútsstaðir, Skatastaðir 0. 11.) Nú er
bærinn ætíð nefndur Bústaðir og jarðabækurnar hafa það eins (Johnsens jarðatal .bls. 261. Sjá Safn IV. bls. 439).
Ekki hefi jeg getað fundið eldri heimildir fyrir nafninu og má þó telja vfst,
að nafnið sje gamalt. Dr. Finnur Jónsson hefir bent á, að Bústaðir í Gullbringusýslu hafi upphaflega heitið Bútsstaðir, samkvæmt rithætti f 
Biskupasögum I. b. Lfklegast er þvf, að báðir
bæirnir sje kendir við mannsnafnið
Bútur, þvf að langflest bæjaheiti, er
enda á -staðir, eru af mannsnafni dregin eða auknefni þeirra. Sturlunga getur um Bút Þórðarson, heimamann Órækju, svo að nafnið hefir þekst á
Sturlungaöld (Sturlunga bls. ). Það
er auðskilið, að þegar nafnið Bútur
gleymdist, breyttist heitið f Bústaði,
þvf að t hlaut að falla burt f framburði.
Djúpidalur i Blðnduhllð
hcfir án efa heitið Djúpárdalur til
forna. »Þórir dúfunef nam land á milli
Glóðafeykisár og Djúpár«, segir f Landnámu (Landnáma bls 143) Dalurinn
hefir syo verið kendur við ána og
kallaður Djúpárdalur Af dalnum hefir
bærinn dregið nafnið. En snemma hefir Djúpadalsnafnið myndast; þannig t.
d. f Sigurðar registri 1525 (Dipl. ísl.
IX. bls. 301). Á hinn bóginn ritar Á.
M. Djúpárdal f Jarðabók Binni, auðvitað samkvæmt uppruna (sbr. Safn
t. s. ísl. bls. 521 f IV. bindi), en bætir
þó við: alment Djúpi*-«. Áin er nú
kölluð Djúpadalsá eða >Dalsá« Og
fprna nafnið Djopá er flestum gleymt,
Nafnið hefir átt vel við, þvf að íarvegurinn er víða djúpur milli kletta. Mjer
þykir lfklegt að bæjarnafnið hafi breyzt,
þegar hætt var að kalla ána Djúpá,
,en Dalsá varð algengt, en forliðurinn
d j ú p- hefir geymst í bæjarheitinu og
r auðvitað fallið niður í framburði og
orðið Djúpadalur, enda er það framborið
af mörgum þannig enn f dag. Af þessu
myndaðist svo nefnif. Djúpidalur, (sbr.
Ný Jarðabók bls. 104 og Johnsens
Jarðatal bls. 266), því aðmönnum þótti
það skiljanlegt, þegar dalurinn einmitt
er djúpur.
Upprunalega nafnið er þvf Djúpárdalur og ætti samkvæmt þvf að rita
þannig.


Dúkur í Sœmundarhlíð.

Þær heimildir, sem jeg hefi um
nafnið, hafa það óbreytt með öilu, eins
og það er nú. En því miður ná ekki
heimildirnar nema til ársins 1446
(nafnið kemtir allvfða fyrir; sjá meðal
annars Dpl. ísl. IV. bb. 701 Pg IX.
b. bls. 321) og því alls ekki loku fyrir það skotið, að nafnið hafi ekki að
einhverju leyti breyzt. Ef til vill á
nafnið eitthvað skylt við útlit umhverfisins, því að landið er grösugt mjög
niðri um sig; ellegar dregið af einhverjum sljettum bletti í túninu. En
þetta er mjög óvfst, og býsna mikill
frumleiki fólginn í þessu nafni að lfkja
því við dúk, ef það væri uppruninn.
Geta mætti og þess til, að bærinn
hefði upphaflega heitið Dúksstaðir og
verið kendur við eiginnafn manns eða
auknefni. Að vísu þekkist ekki auknefnið »dúkur«, (dúkur merkir ávalt klæði
t ejdra máli) hjer á íslandi, en þekst
hefir það til forna f Noregi, og það
er ekkert því til íyrirstöðu, að fyrsti
bóndi á Dúki hafi haft auknefnið
»dúkur«, þótt engar sagnir sje til
um það, enda má fullyrða það, að
auknefni, sem geymst hafa f fornum
heimildarritum allskonar, eru lítill hluti
þess fjölda, sem skapast hafa öld eftir öld og glatast. Og nöfnin, sem til
eru f norska fornbrjefasafninu: Halldór dúkr, Þorkell dúkr og Arnfinnur
Dsiksson eru hrein norræn eins og
hinna fegurstu mannsnafna á lslandi
(sjá Orðabók F. Fritzners undir orðinu:
dúkr) Ef bærinn hefir að upphafi heitið Dúksstaðir, er auðsætt að það hefir
styzt mjög snemma ( núverandi nafn.
Og svipuð stytting á sjer stað í fjölda
bæjaheita hinna elztu t. d. Strjúgur,
áður Strjúgsstaðir, Kúla, áður Auðkúlustaðir, Dunkur, áður Dungaðarstaðir,
ö'kofri, áður Ölkofrastaðir, Beigaldi,
áður Beigaldastaðir og fjöldamörg önnur, vfðsvegar um Iand. Og þegar þess
er gætt, að bæjanöfn f Sæmundarhlfð
eru allmörg, sem enda á -staðir, virðist þessi tilgáta allsennileg um bæjarnafnið (Bæirnir hafa verið þesstr f röð frá
Dúki: Geirmundarstaðir, Staður í Reynisnesi, nú Reýnistaður, Hafsteinsstaðir og Ögmundarstaðir).




Dœli i Sœmundarhlið.

Bærinn stendur lágt og hefir líklega heitið Dæl, sem haft er í eldra
máli um lægð eða lág, samstofna við
*Prðið dal, en nú er ávalt haft d æ 1 d,
nema f bæjanöfnum. Eignarfallið dælar t. d. f samsetningunni Dælar-land
(orðið »dæl« er mikið notað fyr á
öldum sbr. lfka markdæl Dipl. V. bls.
298) sýnir, að orðið hefir upphaflega
verið dæl f nefnifalli og beygst eins
og hæð (dæi er auðsjáanlega kvk, én
»dæli< notað sem hvorugkyns, eins
og bæli, hæli, sbr. eignarfall dælis).
Nú er alment haft eignarfallið Dælis,
og fleirt. nefnifalls DæliF (ekki Dælar).
(Efamál getur það verið, að viðskeyti
i hafi myndað néfnifall af áhrifum þágu
falls, því að þágufallið af dæl (nefnifall) hlaut að vera dæl). Mjer þykir
sennilegra að i væri komið úr nefnifalls fleírtölu dæl/r, því að orðið er ýmist haft f eintölu eða fleirtölu urh sama
bæjarnafn (sjá Safn t. s. íslands IV.
bls. 522). Orðmyndin hefir og þekst
snemma, þvf hún kemur fyrir í Auðúlfsstaðabrjefi árið 1378 (Dipl. ísl.
V. bls. 253).




Elivogar i Sœmundarhllð.

Nú er ávalt nefnt og ritað Elvogar,
en vafalaust hefir bærinn heitið að
fornu Élivogar. í landamerkjaskrá fyrir Sólheima frá 1378 er nafnið ritað Elevágar (Dipl. ísl. VIII. bls. 15), og í
Jarðaskrá Teits lögmanns Þorleifssonar 1522 er Jelivogar (Dipl. IX. bls.
93). Samkvæmt þessu má þvf fullyrða
að Élivoga nafnið sje upprunalegt, og
jafnframt bendir nafnið á það, að
goðfræðilega sögnin um Élivoga hefir
vakað fyrir þeim, er nafnfesti bæinn
(Snorra-Edda bls. 16 og'víðar). Elvogar er auðvitað rangt, þótt Jarðabækurnar hafi það svo (Á. M. Jel-).
Tilgáta prófessors Finns Jónssonar í
þessu atriði er þvf áreiðanlega rjett
(sbr. Safn IV. bls. 513). í framburði
héfir i fallið niður, eins og oft verður með þá stafi, sem hafa ljetta áherzlu á öðru atkvæði eða missa hljóðglegni, t. d. Múkaþverá fyrir 
MunkaÞverá, Bæsá, firir Bægisá, o. fl. Náfnið Élivogar merkir upphafiega haglbarðar öldur (helkuldalamið haf , sbr.
Lexcon Poeticum, bls. 116) En nafnið táknar lfka ár f Snorra Eddu
(ár og kuldi. Finnur Jónsson: Goðafræði Norðm, og ísl., bls. 13). Heitið á vel við bæinn. Landslagið umhverfis er leitótt og lægðótt og 
hallar
öllu að Sæmundará, sem rennur skamt
vestan við bæinn. Og sundin og lágadrögin ganga eins og vogar upp f
landið, sem smáhækkar og liggur
opið og óvarið fyrir öllum næðingum
og svalviðrum norðanáttarinnar.


Grillir i Fljðtum.

Þannig er bærinn alment kallaður
nú. Rjetla nafnið er Grindill, þvf að það
stendur: »á Grindli< í Landnámu
(Landnáma, bls. 148), er sýnir að
nefnifall er Grindill. Breytingin hefir
að Hkindum orðið á tfmabilinu frá
1350 til 1450. í Guðmundarsögu dýra
er nafnið rjett ritáð —Grindill— en
hún er færð í letur á Öndvérðri 14.
öld (sjá ritgerð um Sturl. eftir B. M.
Ólsen f Safni til sögu ísl. III. B.). En
f sölubrjefi frá árinu 1453 kemur
fram afbökunin Grillir (Dipl. ísl. V.,
bls 117) og sömuleiðis f skiftabrjefi
Gríms Pálssonar á Möðruvöllum um
svipað leyti (Dipl. IX., bls. 429).
Ámi Magnússon hefir G r i 1 1 i r í
Jarðabók sinni, og er það nafn haft í
Jarðabókinni 1861. Aftur er G r i n di 11 f Johnsens Jarðatali. Skýring dr.
Finns Jónssonar um hvernig nafnið
breyttist er auðvitað hárrjett. Þágufall Grindli varð vitaskuld að Grilli,
og það smeygði sjer inn í nefnifallið,
þvf að þgf. vár oftast notað f daglegu
tali (á Grindli, frá Grindli). Breytingin felst þvf aðeins f framvirkri tillfkingu samkvæmt vei julegum málsreglum. En út frá þessu spratt 
hrein afbökun Grindlir sem nefnifall sbr.
Grillir (Ný Jarðabók, bls. 103).
Grillir í Húnavatnsýslu, er Á. M.
nefnir, er sjálfsagt afbökun á sama
hátt (Safn t. s. ísl. IV. bls. 574).
En hvað þýðir Grindill f Sumir álfta
að nafnið sje myndað af grind, eins
og rimill af rim, gimbill áf gimbur
0. fi. Aðrir að það geti átt skylt við
forn enska orðið Grendel. En hvorugt
verður fullyrt. Mjer þykir það aftur
vel trúlegt, að nafnið sje beinlínis
kenningarheiti. Orðið grindill þýðir
vindur eða stormur (sbr. Lcxicon poeticum, bls. 203) ( fornum skáldskap.
Mörg bæjanöfn eru nú einmitt tekin
úr skáldamálinu forna, t. d. Vigur,
Kjólsvík, Knörr, Elliði, Hreggnasi,
Beigaldi, Brimilsvellir, o. s. frv. Ennfremur styðst tilgáta mfn við veðurfar, þar sem bærinn er, þv( að kunnugir
segja, að þar sje veðurnæmt mjög og
byijasamt, enda stendur bærinn undir háu fjalli.


pishðll eða íbishóll i Seyluhreppi.

Ekki hefi jeg getað fundið eldri

heimildir fyrir nafninu en frá 15. öld. En telja má vfst, að jörð þessi sje bygð nokkrum öldum fyr. í jarðaskrá Reynistaðarklausturs árið 1446 (Dpl. ísl. IV. b. bls. 701) er nafnið ritað Ypershol. En tæplega verður mikið bygt á þeim rithætti, því að jarðaskráin er mjög norskuskotin og nöfnin afbökuð t. d. Rogladal fyrir Rugludal, Rokerhole fyrir Reykjarhóli, Ravn fyrir Hraun o. s. frv. Einstöku nöfn eru rjett rituð. í Sigurðarregistri — elzta hluta — 1525 stendur: Ipesholl (Dipl. IX. bls. 321. í registrinu hefir blaðsfðutalan misprentast 324, á að vera 321) og á öðrum stað ritað: Ipisshol (Dipl. III. b). Jarðabækurnar hafa ípishóll (Ný jarðabók, bls. 107 og Johnsens jarðatal, bls 258). Af þessu er þá auðsætt, að nafnið helir verið ritað með p. Eins mun það oftast ritað nú með p, en ýmsir skriía það með b. í fram-



Framh. burði er það ýmist með p eða b-hljóði. Nafnið hefir reynst mörgum ramflókin ráðgáta og ýmsir spreytt sig á að skýra það. Heyrt hefi jeg, að mag. Guðmundur Þorláksson hafi gizkað á, að bærinn hafi upphaflega heitið íbúshóll, en rök fyrir þeirri tilgátu voru vfst á reiki, enda get jeg fullyrt, að hvergi eru til öruggar heimildir fyrir því. Finnur prófessor Jónsson setur enga sennilega skýringu fram um nafnið, nema það kunni að vera leitt af mannsnafni: ípir. En það þykir mjer jafarólfklegt, þareð það þekkist hvergi að fornu eða nýju (sjá Sa(n t. s ísl. IV. bls. 535). Mjer þykir sennilegast, að bætinn hafi upphaflega heitið í be i t i s hóll. Þegar vjer athugum nafnið nánar, getur breytingin verið eðlileg. Eins og kunnugt er, hverfur i mjög fljótt ( framburði úr orðum ( eignarfalli eint. á undan s, t. d. knjeis verður knjes, trjeis verður trjes, reipÍ9 v. reips, óðalis v. óðals (sbr Finn-. ur Jónsson: Málfræði bls. 56) o. s. írv. Samkvæmt málsreglum hlýtur íbeitis- að verða fljótt íbeits-. Jafnframt veiður sú breyting á orðinu, að s tilKkir (ram fyrir sig, syo að t hverfur og framburðarmyndin íbeisskemur ( ljós; á þetta bendir ritháttur inn Ipissí D

pl. III, sbr. áður. Þegar orðið hafði fengið þessa mynd, hættu menn að skilja nafnið, og þá breyttist það enn meir, svo að ei gat auðvéldlega breyzt ( i, enda skiftist e og i hljóð á f framburði, sbr. -ligur -legur, steig- (nafnorð) -stig, beits- -bits. Auk' þessa hlaut b að herðast ( p samkvæmt málslögum, t. d. b (latneska orðinu sebum verður p, f sápa (F. Jónsson: Málfræði bls. 39. Sbr. Verners lögmál), lat. orðið scribere verður skript, apal- svarar til abild- d (Finnur Jónsson: Orðakver bls. 11) d, og Jako/; verður Jako/7 og þar fram eftir götunum. Á þennan hátt gat því aíbökunin Ipiss- eða Ipesmyndast. En auk þessa styður hinn mismunandi nútíðarframburður og rit háttur Ibiss- tilgátu mfna. Orðið »fbeit< er jafnrjett myndað sem (tak, ftala, (ferð, fseta, sem mikið eru notuð' fyrr á öldum (sbr. Dipl. ísl. öll bindin). Og >beit f« landi er afaroft þannig orðað f fornbrjefum (Dipl. ísl. öll bindin, sjá undir orðið >beit«). Ennfremur styrkir örnefnið Beitines við Mælifellsá (Dipl. ísl. V. bls 701) þessa skoðun. Loks skal þess getið, að rjetta nafnið Ibeitishóll kemur 4-