Vetrarblóm

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Vetrarblóm (saxifraga oppositifolia) er jurt af steinbrjótsætt sem ber rauð eða rauðfjólublá blóm. Vetrarblóm vex víða á norðurslóðum og til fjadla sunnar, t.d. í norðurhluta Bretlands, Ölpunum og í Klettafjöllunum.

Vetrarblóm vex í klettum, á melum og rindum. Það er algengt um allt Ísland.

Greiningareinkenni

Sprotar vetrarblóms eru jarðlægir og oft um 5 til 20 cm á lengd. Laufblöðin eru 3-4 mm og öfugegglaga. Blómin eru 10 til 15 mm í þvermál. Þau eru rauð eða rauðfjólublá.

Undirtegundir

  • Saxifraga oppositifolia ssp. glandulisepala Hultén - upprunin í Alaska.
  • Saxifraga oppositifolia ssp. oppositifolia L. - upprunin á meginlandi Bandaríkjanna.
  • Saxifraga oppositifolia ssp. smalliana (Engl. & Irmsch.) Hultén - upprunin í Alaska.