Metapedia Fundraiser 2018: The Internet is the foremost field in the metapolitical battle of our time. Help us hold down the front. |
Armenía
| |||||
Kjörorð: ekkert | |||||
Þjóðsöngur: Mer Hayrenik | |||||
Kort sem sýnir staðsetningu Armeníu | |||||
Höfuðborg | Jerevan | ||||
Opinbert tungumál | armenska | ||||
Stjórnarfar | Lýðveldi Armen Sarkissian Nikol Pashinyan | ||||
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
139. sæti 29.800 km² 4,7 | ||||
Mannfjöldi • Samtals (2014) • Þéttleiki byggðar |
133. sæti 3.015.100 107,4/km² | ||||
VLF (KMJ) • Samtals • á mann |
áætl. 2009 13.432 millj. dala (130. sæti) 4.048 dalir (118. sæti) | ||||
Gjaldmiðill | dramm (AMD) | ||||
Tímabelti | UTC+4 | ||||
Þjóðarlén | .am | ||||
Landsnúmer | 374 |
Armenía er landlukt land í sunnanverðum Kákasusfjöllum á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Það á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Armenía er aðili að Evrópuráðinu og SSR.
Náttúrufar
Landslagið er að mestu fjöllótt og er þar mikið um ár en lítið skóglendi. Meginlandsloftslag einkennir veðurfarið, heit sumur og kaldir vetur. Landið rís 4.095 metra yfir sjávarmáli á fjallinu Aragats og lægsti punktur er tæpa 400 m yfir sjávarmáli. Fjallið Ararat sem Armeníumenn líta á sem tákn lands síns er hæsta fjallið á þessum slóðum og var hluti af Armeníu allt til ársins 1915, þegar það féll í hendur Tyrkjum.
Armenía er nú að kljást við umhverfisvandamál. Þeir hafa stofnað umhverfisvarnarráð og skattleggja loft- og vatnsmengun og losun úrgangs í föstu formi. Tekjurnar af þeim sköttum á að nota til varnar umhverfinu. Armenía hefur áhuga að vinna með aðilum Samveldis sjálfstæðra ríkja (SSR), sem er 12 ríkja hópur fyrrum sovéskra ríkja, sem og öðrum þjóðum, að lausn umhverfisvandamála. Armenska stjórnin stefnir að því að loka kjarnorkuverinu í Madzamor nærri höfuðborginni, strax og aðrar leiðir til rafmagnsframleiðslu bjóðast.