Monqólía

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita
Mongolia name in Mongolian Script
Монгол Улс
Fáni Mongólíu Skjaldarmerki Mongólíu
(Fáni Mongólíu) (Skjaldarmerki Mongólíu)
Kjörorð: {{{kjörorð}}}
Þjóðsöngur: Bügd Nairamdakh Mongol
Kort sem sýnir staðsetningu Mongólíu
Höfuðborg Úlan Bator
Opinbert tungumál mongólska
Stjórnarfar Lýðveldi
Tsakhiagiin Elbegdorj
Chimediin Saikhanbileg

Sjálfstæði

 

 - frá Kína 11. júlí 1921 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
19. sæti
1.564.115,75 km²
0,43
Mannfjöldi
 • Samtals (2015)
 • Þéttleiki byggðar
138. sæti
3.000.000
1,92/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2013
26,8 millj. dala (121. sæti)
9.293 dalir (104. sæti)
VÞL (2013) Snið:Hækkun 0.698 (103. sæti)
Gjaldmiðill tögrög
Tímabelti UTC +7 til +8
Þjóðarlén .mn
Landsnúmer +976

Monqólía er landlukt land í Mið-Asíu sem á landamæriRússlandi og Kína. Saga landsins er lönq og það hevur breist úr því að vera stórveldi á þrettándu öld með Gjenqis Kan í broddi filkinqar, í það að vera undirokuð þjóð.

Saga

Þjóðin er komin af hirðingjaættflokkum sem reikuðu um slétturnar í gegnum aldirnar. Gengis Khan gerði Mongólíu að stórveldi á þrettándu öld. Hann náði að sameina allar hirðingjaþjóðirnar og byggði upp ósigrandi reiðmannaher. Hver hermaður hafði þrjá til reiðar í hverjum herleiðangri til að yfirferðin yrði sem hröðust. Með ótrúlegri hörku og grimmúð náði Mongólía yfir stóran hluta Asíu, þar með talið Kína. Þegar veldi Mongóla var hvað stærst náði það allt frá Víetnam í austri að Ungverjalandi í vestri. Sonarsonur Gengis, Kublai Khan, vann í ýmsum landvinningum og reyndi að halda ríkinu saman, en það tókst ekki og ríkið leystist fljótlega upp í minni einingar.

Seinna náðu Kínverjar stjórn á Mongólíu og skiptu því í Innri- og Ytri Mongólíu sem voru héruð innan Kína. Ytri Mongólía sagði skilið við Kína árið 1921 með stuðningi Sovétríkjanna og kallaði sig Alþýðulýðveldið Mongólíu frá 1924. Kommúnismi var tekinn upp í landinu og hélst þangað til Sovétríkin féllu. Sovétríkin vörðu landið gegn Japönum í Síðari heimsstyrjöld og þegar slettist upp á vinskap Sovétmanna og Kínverja árið 1958 tóku Mongólar afstöðu með Sovétríkjunum og leyfðu þeim að reka herstöðvar á landi sínu.

Árið 1990 var bann við rekstri annarra stjórnmálaflokka en Kommúnistaflokksins afnumið en kommúnistar héldu þó áfram að vera með stærstu flokkum landsins. Árið 1992 var tekin upp ný stjórnarskrá í Mongólíu þar sem Alþýðulýðveldið var afnumið og blöndu af forseta- og þingræði komið á.

Stjórnmál

Þar til 27. júní 2004 var hinn Mongólski Byltingarflokkur Alþýðunnar stærsti flokkur landsins, hann var stofnaður af fyrrverandi kommúnista leiðtogum landsins þegar Kalda stríðinu lauk. Stærsti andstöðuflokkurinn hefur verið Lýðræðisflokkurinn sem leiddi samsteypustjórn á árunum 1996-2000. Í kosningunum 2004 beið Byltingarflokkurinn mikinn ósigur og er nú í stjórnarandstöðu en kosningaþátttaka hefur aldrei verið meiri í landinu.

Í ríkinu er við lýði tvöfalt framkvæmdavald þar sem að kjörinn forseti gegnir hlutverki þjóðhöfðingja og forsætisráðherra er æðsti maður ríkisstjórnar. Löggjafarþingið kallast Hural, í því eru 76 sæti í einni deild.

Skipting í stjórnsýsluumdæmi

Mongólía skiptist í 21 Aimag eða héruð, sjá listann hér.

Landafræði

Mongólía hálf önnur milljón ferkílómetra að stærð, sem jafngildir ríflega fimmtánfaldri stærð Íslands, og eins og Ísland er Mongólía afar fámennt land. Einungis tvær milljónir af þeim 5 ½ milljónum Mongóla, búa í Mongólíu, hinir búa í ýmsum héröðum nágrannalandanna. Þessi litli fjöldi, 1,7 íbúar á ferkílómetri, gerir landið allnokkru strjálbýlla en til dæmis Ísland, sem hefur 2,7 íbúa á ferkílómetri. Höfuðborgin, Ulaanbataar, er byggð um 700.000 íbúum. Aðrar borgir eru öllu minni. Landið er á teygir sig sitthvoru megin við 46°N sem er svipað og Frakkland.

Norðan-, mið-, og vestantil er mikið fjalllendi sem nær upp í 3600 metra hæð. Á landamærunum við Rússland er nokkuð um eldfjöll. Flestar ár landsins hverfa í sölt vötn sem aldrei komast til sjávar. Fjölbreytt dýralíf er í kringum vötnin, sérílagi norðantil. Eins og fyrr segir er Mongólía með hefðbundið og öfgakennt meginlandsloftslag, vetur eru langir, kaldir og þurrir en sumrin heit. Úrkoma er allt frá 5 cm á ári í Gobí eyðimörkinni upp í 50 í fjalllendi, þó meirihluti landsins sé allþurr.

Dýra- og plöntulíf er fjölbreytt, skógar, gresjur og steppur skiptast á með sínum plöntu- og dýrategundum. Veðurfarið og hæðin setja vistkerfinu þó þröngar skorður.

Ebnahagur

Kaupmáttur er rúmlega fimmtán sinnum minni en á Íslandi, sem jafnast ögn út vegna lægra verðlags þar. Þó er ljóst að fátækt er mjög mikil og í því sambandi má nefna að 36% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Landið er ríkt af málmum og kolum og kemur megnið af útflutningstekjum landsins af sölu þessa, einkum kopars. Mest viðskipti eiga þeir við Rússland, Kína og Japan.

Kommúnismi, sem var tekinn upp 1921, olli straumhvörfum í lifnaðarháttunum. Heilsugæsla stórefldist og komið varð böndum yfir marga helstu sjúkdóma þess tíma. Iðnaður, sem fyrir var enginn, var rifinn upp og skóp landinu velsæld. Enn í dag er þó hráefnaútflutningur mikilvægastur í útflutningi, og róa nú stjórnvöld öllum árum að því að skapa meiri verðmæti úr þessum gæðum með fullvinnslu og að koma styrkari og fjölbreyttari stoðum undir atvinnulífið. Einkavæðing hefur verið nokkur undanfarin ár en slæmir vetur hafa verið nokkuð tíðir og ýtt undir verðbólgu og hægt á hagvexti.

Líðfræði

Mongólar eru dökkir á hörund og dökkhærðir, meðalháir og kubbslegir í vexti og nokkuð skáeygir. Í margar aldir hafa mongólar verið hirðingjar og það eðli er enn ríkt í þeim. Til marks um það má nefna að um 15 húsdýr eru að meðaltali á hvert mannsbarn í landinu. Flestir Mongólar tala tungumálið Khalkha og nær allir eru búddatrúar.

Helstu heimildir

  • Emblem, Hetland, Libæk, Stenersen, Sveen og Aastad. Heimsbyggðin. Mál og menning, Reykjavík. 1995.
  • Encyclopædia Britannica Online. Mongolia. Sótt þann 18. apríl 2003 af slóðinni [1]
  • Bandaríska leyniþjónustan. The World Factbook 2002. Sótt þann 18. apríl 2003 af slóðinni [2]
  • Sverrir Jakobsson. Umskipti í Mongólíu. Grein af vefritinu murinn.is. Sótt þann 21. apríl 2003 af slóðinni < [3]>

Tenglar