Pakistan

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita
اسلامی جمہوریۂ پاکستا
islāmī jamhūriya-i-pākistān
Fáni Pakistan Skjaldarmerki Pakistan
(Fáni Pakistan) (Skjaldarmerki Pakistan)
Kjörorð: īmān, ittihād, nazm (Úrdú: Trú, samstaða, ögun)
Þjóðsöngur: Pak sarzamin shad bad
(Blessað veri hið helga land)
Kort sem sýnir staðsetningu Pakistan
Höfuðborg Islamabad
Opinbert tungumál úrdú og enska
Stjórnarfar Sambandslýðveldi
Mamnoon Hussain
Mian Nawaz Sharif
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
34. sæti
880.254 km²
3,1%
Mannfjöldi
 • Samtals (2014)
 • Þéttleiki byggðar
6. sæti
182,600.000
207/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2013
574,068 millj. dala (27. sæti)
3.144 dalir (140. sæti)
Gjaldmiðill pakistönsk rúpía
Tímabelti UTC+5
Þjóðarlén .pk
Landsnúmer 92

Íslamska lýðveldið Pakistan er land í Suður-Asíu. Það er sjötta fjölmennasta ríki heims og næstfjölmennasta ríki heims þar sem flestir íbúar eru múslimar. Landið liggur að Indlandshafi í suðri, Íran í vestri, Afganistan í norðvestri, Kína í norðri og Indlandi í austri. Landið liggur á mörkum þriggja heimshluta: Vestur-Asíu, Mið-Asíu og Suður-Asíu. Landið á strönd að Arabíuhafi og Ómanflóa í suðri. Hin mjóa Vakhanræma, sem tilheyrir Afganistan, skilur á milli Pakistan og Tadsjikistan.

Indusdalsmenningin náði yfir hluta þess svæðis sem Pakistan telur í fornöld. Landið hefur sögulega verið hluti af ýmsum stórum ríkjum eins og Persaveldi, Mógúlveldinu og Breska heimsveldinu. Þegar barátta hófst fyrir sjálfstæði Breska Indlands barðist Pakistanhreyfingin undir stjórn Muhammad Ali Jinnah fyrir því að norðvestur- og austurhéruðin, þar sem meirihluti íbúa var múslimar, yrðu sérstakt ríki. Austurhéruðin mynduðu Austur-Pakistan þar til þau fengu sjálfstæði sem Bangladess árið 1971 eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu. Saga Pakistan hefur einkennst af pólitískum óstöðugleika og átökum við Indland yfir umdeildum svæðum í og við norðausturhluta landsins.

Pakistan er sambandslýðveldi myndað úr fjórum fylkjum og fjórum alríkishéruðum. Landið er menningarlega fjölbreytt og þar eru töluð yfir sextíu tungumál. Þrír fjórðu íbúa tala úrdú sem er eitt af tveimur opinberum tungumálum landsins. Pakistan er eina múslimaríki heims sem býr yfir kjarnorkuvopnum. Landið er aðili að Breska samveldinu.

Orðsifjar

Nafnið Pakistan merkir bókstaflega land hinna hreinu á úrdú og persnesku. Ekki er um fornt heiti að ræða heldur var orðið búið til af Choudhry Rahmat Ali árið 1933. Nafnið var notað af Pakistanhreyfingunni sem barðist fyrir sjálfstæði landsins frá Breska heimsveldinu og Indlandi yfir norðvesturhéruð Breska Indlands: Púnjab, Norðvesturhéruðin, Kasmír, Sindh og Balúkistan.

Stjórnsýsluskipting

Pakistan skiptist í fjögur fylki: Púnjab, Sindh, Khyber Pakhtunkhwa og Balúkistan; og fjögur alríkishéruð: Alríkishéraðið Íslamabad, ættbálkahéruð undir alríkisstjórn (sem nær yfir Norðvesturhéruðin), Azad Jammu og Kasmír og Gilgit-Baltistan, en tvö síðastnefndu héruðin eru þeir hlutar af umdeilda héraðinu Kasmír sem Pakistan ræður de facto yfir.

Stjórnsýslan er þrískipt með umdæmi, sýslur (tehsil) og sveitarfélög. Umdæmin eru um 130 talsins, þar af tíu í Azad Jammu og Kasmír og sjö í Gilgit-Baltistan. Ættbálkahéruðin skiptast í sjö ættbálkasvæði og sex lítil landamærasvæði.

Snið:Stubbur

Snið:Breska samveldið Snið:Asía