Metapedia Fundraiser 2018: The Internet is the foremost field in the metapolitical battle of our time. Help us hold down the front. |
Síslur á Íslandi
- Þessi grein fjallar um gömlu stjórnsýslueininguna. Fyrir þá sem er við lýði í dag, sjá sýslumenn á Íslandi.
Sýslur Íslands eru fyrrverandi stjórnsýslueiningar sem eru ekki lengur opinberlega í gildi. Til voru 23 sýslur ásamt 24 sjálfstæðum kaupstöðum. Sýslumenn fóru með framkvæmdavaldið í sýslunum.
Árið 1989 var hætt að nota sýslur sem stjórnsýslueiningu, þó er enn notast við nafnið sýslumaður. Í dag ræðst stjórnsýsluumdæmi sýslumanns af legu sveitarfélaga.
Í daglegu tali er enn talað um sýslur til að vísa til landfræðilega afmarkaðra svæða.
Efnisyfirlit
Saga
Íslandi hefur frá fornu fari verið skipt upp í sýslur til umboðsstjórnar. Sýslumanna er fyrst getið á Íslandi í Gamla sáttmála, Járnsíðu og Jónsbók og voru þá 12 eða 13 talsins.[1] Síðar var sumum sýslunum skipt upp og á 20. öldinni voru þær orðnar 23. Í kjölfar upphafs þéttbýlismyndunar á 18. öld var farið að stofna sérstaka kaupstaði, sem ekki heyrðu undir sýslur þó svo að þeir væru innan landfræðilegra marka þeirra.
Sýslumenn fóru með framkvæmdavaldið í sýslunum og voru sjálfkjörnir formenn sýslunefnda, sem einnig voru skipaðar fulltrúum allra þeirra hreppa sem í viðkomandi sýslu voru. Verkefni sýslunefnda voru að hafa eftirlit með gerðum hreppsnefnda og annast ýmis mál er snertu sýsluna alla eins og t.d. lagningu og viðhald þjóðvega. Fram til ársins 1959 voru sýslurnar eða kaupstaðirnir einnig kjördæmi í þingkosningum.
Lagabreytingar
Sýslurnar hafa nú fallið úr gildi sem formlegar stjórnsýslueiningar en þær eru áfram notaðar í daglegu tali til að vísa til landfræðilega afmarkaðra svæða þó að mörk sveitarfélaga og umdæma sýslumanna gangi nú stundum þvert á hin hefðbundnu mörk. Þetta gerðist með tvennum lögum sem sett voru á 9. áratug 20. aldar. Fyrst voru það ný sveitarstjórnarlög (nr. 8/1986) sem leystu af hólmi eldri lög um sveitarstjórnir frá 1872, en í þeim var kveðið á um að sýslunefndirnar yrðu lagðar niður og verkefni þeirra færð til sveitarfélaganna sjálfra og sérstakra héraðsnefnda (sem oftast ná yfir stærri svæði en gömlu sýslurnar) sem kaupstaðirnir gætu líka átt hlut að.
Seinni lagabreytingin fólst í lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði (nr. 92/1989, nú kölluð Lög um framkvæmdavald ríkisins í héraði) en í þeim var hlutverk sýslumanna endurskilgreint, embætti bæjarfógeta í kaupstöðum lögð niður og dómsvaldið fært frá þessum embættum til nýrra héraðsdómstóla. Í lögunum var Íslandi skipt upp í 25 umdæmi sýslumanna sem að miðuðust að litlu leyti við hina gömlu sýsluskiptingu landsins. Áhrif þessara lagabreytinga voru þau að nú hafa öll sveitarfélög landsins sömu réttarstöðu, hvort sem þau voru áður flokkuð sem hreppur, bær eða kaupstaður og sýslurnar eru ekki lengur til í lagalegum skilningi sem stjórnsýslulegar einingar.
Sýslurnar
Sýslurnar voru 23 talsins.
Nafn | Stærð (km²)[2] | Landshluti |
---|---|---|
Árnessýsla | 7.932 | Suðurland |
Austur-Barðastrandarsýsla | 1.074 | Vestfirðir |
Austur-Húnavatnssýsla | 4.295 | Norðurland |
Austur-Skaftafellssýsla | 3.041 | Austurland |
Borgarfjarðarsýsla | 1.786 | Vesturland |
Dalasýsla | 2.078 | Vesturland |
Eyjafjarðarsýsla | 4.089 | Norðurland |
Gullbringusýsla | 1.216 | Vesturland |
Kjósarsýsla | 664 | Vesturland |
Mýrasýsla | 3.092 | Vesturland |
Norður-Ísafjarðarsýsla | 1.958 | Vestfirðir |
Norður-Múlasýsla | 10.568 | Austurland |
Norður-Þingeyjarsýsla | 5.393 | Norðurland |
Rangárvallasýsla | 7.365 | Suðurland |
Skagafjarðarsýsla | 5.040 | Norðurland |
Snæfells- og Hnappadalssýsla | 2.163 | Vesturland |
Strandasýsla | 3.465 | Vestfirðir |
Suður-Múlasýsla | 3.970 | Austurland |
Suður-Þingeyjarsýsla | 11.134 | Norðurland |
Vestur-Barðastrandarsýsla | 1.519 | Vestfirðir |
Vestur-Húnavatnssýsla | 2.663 | Norðurland |
Vestur-Ísafjarðarsýsla | 1.221 | Vestfirðir |
Vestur-Skaftafellssýsla | 5.663 | Suðurland |
Kaupstaðir
Auk sýslnanna voru 24 sjálfstæðir bæir, kaupstaðir.
Nafn | Kaupstaðarréttindi |
---|---|
Akranes | 1942 |
Akureyri | 1786 (missti þau 1836, fékk aftur 1862) |
Bolungarvík | 1974 |
Dalvík | 1974 |
Eskifjörður | 1786 (missti þau en endurheimti 1974) |
Garðabær | 1975 |
Grindavík | 1974 |
Hafnarfjörður | 1908 |
Húsavík | 1950 |
Ísafjörður | 1786 (missti þau en endurheimti 1866) |
Keflavík | 1949 |
Kópavogur | 1955 |
Neskaupstaður | 1929 |
Njarðvík | 1975 |
Ólafsfjörður | 1945 |
Ólafsvík | 1983 |
Reykjavík | 1786 |
Sauðárkrókur | 1947 |
Selfoss | 1978 |
Seltjarnarnes | 1974 |
Seyðisfjörður | 1895 |
Siglufjörður | 1918 |
Vestmannaeyjar | 1786 (missti þau en endurheimti 1918) |
Grundarfjörður (fékk kaupstaðarréttindi 1786 en missti þau og endurheimti ekki aftur)
Annað
Í flokkunarkerfi Sarps er minjum úthlutuð landfræðileg staðsetning eftir sýslum.[3]
Neðanmálsgreinar
Tenglar
- Vefur Sýslumanna á Íslandi
- Lög um framkvæmdarvald ríkisins í héraði 1989 nr. 92 1. júní á vef Alþingis
- Reglugerð 66/2007 um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra.
- Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um sýslur., 122. löggjafarþing 1997–98. Þskj. 1251 – 668. mál.