Metapedia Fundraiser 2018: The Internet is the foremost field in the metapolitical battle of our time. Help us hold down the front. |
Seiluhreppur
Seiluhreppur var hreppur vestan Hjeraðsvatna í Skagafjarðarsíslu, kjenndur við bæinn Stóru-Seilu á Langholti, sem var þingstaður hreppsins.
Til hreppsins töldust fjögur biggðarlög, Langholt, Vallhólmur, Víðimýrarhverfi og Skörð, en einnig Fjall, Geldingaholt og Húsabakkabæirnir, sem ekki töldust tilheyra neinu þessara byggðarlaga. Byggðin er breið og áttu aðeins sex bæir í hreppnum land til fjalls. Hreppurinn var allur í Glaumbæjarsókn en þar eru tvær kirkjur, í Glaumbæ og á Víðimýri. Fyrr á öldum var einnig kirkja í Geldingaholti.
Aðalatvinnuvegur hreppsbúa var lengst af landbúnaður en nokkru fyrir miðja 20. öld byggðist upp dálítill þéttbýliskjarni í Varmahlíð og starfa íbúar þar flestir við verslun og þjónustu af ýmsu tagi. Þar er skóli, félagsheimili, hótel og sundlaug, auk verslunar og annarrar þjónustustarfsemi. Við sameininguna bjuggu 303 íbúar í hreppnum, þar af 125 í Varmahlíð.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.
Hreppsnefnd
Síðasta hreppsnefnd Seyluhrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1994 og hana skipuðu Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Arnór Gunnarsson, Kristján Sigurpálsson, Sigurður Harldsson og Sveinn Allan Morthens.
Oddvitar [1]
- 1874-1877 Stefán Einarsson í Krossanesi
- 1877-1880 Magnús Jónsson á Fjalli
- 1880-1884 Halldór Stefánsson á Víðimýri
- 1884-1888 Eyjólfur Hansson í Valadal
- 1888-1892 Árni Jónsson á Marbæli
- 1892-1899 Sigurður Jónsson í Brautarholti
- 1899-1901 Jón Ásgrímsson í Húsey
- 1901-1919 Sigurður Jónsson í Brautarholti
- 1919-1935 Björn L. Jónsson á Stóru-Seylu
- 1935-1970 Haraldur Jónasson á Völlum
- 1970-1986 Jónas Haraldsson á Völlum
- 1986-1998 Sigurður Haraldsson á Grófargili
Heimildir
- ↑ Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi Staðarhreppur - Seyluhreppur, ritstjóri Hjalti Pálsson, bls 233