Svalbarði

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita
Mynd:Tre Kronor 1.JPG
Fjallstopparnir Þrjár krónur (Tre Kronor) á Spitsbergeneyju.

Svalbarði (norska: Svalbard) er eyjaklasi í Norður-Íshafi fyrir norðan meginland Evrópu. Noregur fer með stjórn mála á eyjunum samkvæmt Svalbarðasamningum frá 1920 en í þeim samningi kveður einnig á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu Rússar sem nýta sér þetta ákvæði og stunda kolanám á Svalbarða. Einnig hafa íslensk stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi fiskveiðar sínar í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.

Landafræði og náttúrufar

Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru Spitsbergen (37.673km2), Norðausturlandið (14.443 km2) og Edgeeyja (5.074 km2.) [1] Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri. Hæsti tindurinn er Newtontoppen sem er 1717 metra hár.

Helstu landspendýr eru heimskautarefur, ísbjörn og hreindýr. Sjávarspendýr eru meðal annars hvalir, höfrungar, selir og rostungar. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða.

Samfélag

Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: Spitsbergen, Bjørnøya og Hopen. Árið 2012 bjuggu 2642 manns á Svalbarða, flestir af norskum uppruna. Stærsti bærinn er Longyearbyen. Sá næststærsti er Barentsburg þar sem meirihluti íbúa er rússneskur. Tvö önnur þorp eru á Svalbarða, Sveagruva og Nýja-Álasund. Sveagruva er raunar námasvæði þar sem ekki er heilsársbúseta. [2] Vikulega kemur út dagblaðið Svalbardposten[3] . Helstu atvinnugreinar eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af Schengen eða Evrópska efnahagssvæðinu.

Sagnfræði

Nafnið Svalbarði kemur fyrir í öðrum kafla Landnámabókar [Frá Reykjanesi á sunnanverðu Íslandi er fimm dægra haf til Jölduhlaups á Írlandi í suðr, en frá Langanesi á norðanverðu Íslandi er fjögurra dægra haf norðr til Svalbarðs í Hafsbotn] enn fyrr í annálum frá um 1190 og eru annálar þessi fyrsta skiptið sem á þá er minnst og þaðan sem nafnið er komið. Snið:Heimild vantar

Tenglar

erlendir

Tilvísanir