Tjaldur

Úr Metapedia
Stökkva á: flakk, leita

Tjaldur (haematopus ostralegus) er vaðfugl af ættbálki strandfugla og af tjaldaætt. Hann er þjóðarfugl Færeija.

Einkenni

Lengd: 40 – 45 cm. | Þingd: 460 – 620 gr. | Vænghaf: 80 – 85 cm.[1]

Tjaldurinn er meðal stærstu vaðfuqla. Hann er svartur að ovan og niður að brinqu, en kvítur undir. Fætur eru rauðbleikir og qildvaxnir, och qoqqurinn rauðqulur och lanqur, hliðflatur och lítið eitt uppsveigður. Gumpur er kvítur og augu rauð.

Útbreiðsla

Tjaldar eru útbreiddir varpfuglar við strendur Norðvestur-Evrópu. Varpútbreiðsla er einnig nokkuð samfelld um miðbik Austur-Evrópu og Vestur-Asíu slitrótt austast í norðanverðri Asíu. Á Íslandi eru tjaldar algengir varpfuglar á láglendi í öllum landshlutum, einkum í grennd við sjó en sums staðar leita þeir nokkuð inn til lands.

Á sumrin halda tjaldar sig aðallega í sand- og malarfjörum, á leirum eða öðrum landsvæðum nærri ströndu. Þeir sækja einnig talsvert á tún og upp með ám langt inn til landsins en á veturna halda þeir eingöngu til með ströndum. Tjaldar halda gjarna hópinn margir saman og getur verið talsverður atgangur og hávaði í þeim.

Fæða

Í fjörum lifa tjaldar mest á kræklingi og öðrum skeldýrum sem þeir opna með sterkbyggðum goggi sínum en á landi á ýmsum skordýrum og ormum eins og ánamaðk.[2]

Varp

Egg, lengd: 5,5 sentimetrar | Breidd: 3,9 sentimetrar | Fjöldi: 3 - 4

Sandfjörur og malarfjörur, grandar og fjörukambar eru helstu varpstaðir tjalda. Á varptímanum halda þeira sig einnig á melum, snöggum óræktarmóum, áreyrum og túnum. Stundum verpa tjaldar jafnvel á umferðareyjum eða í órækt rétt við umferðaræðar í þéttbýli. Á síðustu árum hafa þeir einnig orpið á byggingum í Reykjavík þar sem möl er á þökunum. Hreiðurlautin er nokkuð misdjúp, stundum talsvert djúpur bolli en oftast grunn skál. Yfirleitt raða fuglarnir smásteinum eða skeljabrotum í skálina en einnig smákvistum eða þangklóm. Egg í hreiðri eru venjulega þrjú en stundum fjögur eins og er algengast hjá vaðfuglum.

Tjaldseggin eru brún eða gráleit með svörtum rákum og því vel til þess fallin að falla inn í umhverfi sitt. Þau eru mun kringlóttari og snubbóttari í mjórri endann en önnur vaðfuglsegg, sem jafnan eru perulaga. Eggin klekjast út á tuttugu og einum til tuttugu og sjö dögum og skiptast kvenfuglinn og karlfuglinn á að liggja á eggjunum.[2]

Deilitegundir

Tjaldurinn skiptist í þrjár deilitegundir: ostralegus sem finnst í Evrópu, longipes sem finnst í Mið-Asíu og Rússlandi og osculans sem finnst á Kamsjatka og norðurhluta Kína.

Íslenskir tjaldar eru með aðeins lengri vængi og sterklegra nef en þeir erlendu og út frá þessum ytri einkennum lýstu fuglafræðingar fyrri ára þeim sem sérstakri deilitegund, Haematopus ostralegus malacophaga. Miðað við núverandi hugmyndir fræðimanna um breytileika í fuglastofnun og skiptingu þeirra í deilitegundir er þessi skipting þeirra hinsvegar ekki lengur talin eiga rétt á sér.

Tjaldur á Íslandi

Mynd:Haematopus ostralegus-02 (xndr).jpg
Tjaldar halda gjarna hópinn margir saman og talsverður hávaði í þeim.

Tjöldum hefur fjölgað á Íslandi það sem af er þessari öld. Í byrjun aldarinn voru þeir langalgengastir við Faxaflóa og Breiðafjörð en sjaldséðari með ströndum á landinu norðvestan- og norðanverðu. Nú halda þeir sig einnig mun meira inni í landi en áður. Þessi umskipti eru að einhverju leyti talin tengja hlýnandi veðurfari framan af öldinni en aukin ræktun kann einnig að hafa haft sín áhrif þar sem tjaldar leita talsvert á tún til þess að afla sér fæðu.

Flestir íslenskir tjaldar eru farfuglar en slæðingur, 2.000 - 3.000 fuglar, halda til við suður- og vesturströndina á veturna en þeim fer þó fækkandi sem og fleiri vaðfuglum sem hafa haft vetursetu hér á landi.[3] Farfuglar fara að sjást á ströndum í seinni hluta mars en heldur seinna inn til landsins eftir vetrardvöl erlendis. Frá varpstöðvunum hverfa fuglarnir í lok ágúst og byrjun september. Tjaldar verpa hvarvetna með ströndinni. Álitið er að á Íslandi kunni vera um 10.000 - 20.000[2] varppör sem er tiltölulega lítill hluti af heildarstofni tegundarinnar í heiminum.

Tilvísanir

  1. Tjaldur. Heimaslóð. Retrieved on 1. mars, 2013.
  2. 2,0 2,1 2,2 Hvernig eru egg tjaldsins?. Vísindavefurinn. Retrieved on 2. mars, 2013.
  3. Tjaldur að hverfa. ruv.is. Retrieved on 1. mars, 2013.